Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.9.2009 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-09-29
Enver bjargaði Brown?
Jú það var Íslenska ríkisstjórnin. Ríkisstjórn sjálfstæðismanna og samfylkingar.
Síðan ríkisstjórn samfylkingar og vinstri grænna.
Samningamenn ríkisstjórna hafa læðst eins og þjófar að nóttu til "vina" sinna í Bretlandi og Hollandi og samið við þá um að gera komandi kynslóðir að þrælaþjóð.
Icesave samningurinn er gríðarlega hættulegur og dettur mér helst í hug að stjórnmálamenn og kerfiskarlar sem þeir ráða í vinnu skilji ekki hrikalegar afleiðingar þessa samnings fyrir þjóðina.
Ég á alla vega erfitt með að skilja að menn séu að gera þetta vísvitandi.
Icesave samningurinn felur í sér skuldbindingu upp á 8 milljónir fyrir hverja Íslenska fjölskyldu.
Til þess að standa við þessar skuldbindingar þarf að skerða lífskjör alvarlega en auk þess muni þessir fjármunir ekki renna út í íslensks hagskerfi og byggja upp atvinnulíf.
Icesave skuldbindingarnar munu þá leiða til langvarandi stöðnunar, atvinnuleysis og hnignunar velferðarkerfis.
Þetta vill ríkisstjórnin ganga sjálfviljug undir án þess að reyni á réttmæti þessara krafna fyrir dómsstólum.
Ég get ekki skýrt þetta framferði ríkisstjórnarinnar nema með tvennum hætti. Sá fyrri er að ríkisstjórnin skilji ekki þýðingu þess sem hún er að gera en hin er að hún láti stjórnast af hræðslu.
Baráttan stendur um Íslenska þjóð. Samfélag sem staðið hefur staðið af sér þúsund ár en er nú í hættu vegna efnahagslegrar innrásar Hollendinga og Breta. Sé ekki gripið í taumanna verður landið efnahagslega óbyggilegt.
![]() |
Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2009-09-29
Málið frá rótum tómt rugl
Setning hryðjuverkalaganna í Bretlandi í haust var ekkert annað en stríðsyfirlýsing gagnvart Íslandi.
Bretar hafa síðan keyrt hernað sinn eftir þeim leiðum sem þeir hafa tök á.
Stjórnmálamenn virðist halda að þeir eigi í diplómatískum samskiptum við Breta og Hollendinga. Þetta er þjóðir sem eru þekktar fyrir ruddaskap sinn við aðrar þjóðir ef þær sækjast eftir einhverju.
Viðbrögð ríkisstjórna frá því í haust hefur einkennst af vanmáttarkennd, heigulshætti og ódrengskap gagnvart þjóðinni.
.
![]() |
Þarf niðurstöðu fyrir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2010 kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-09-29
Róttækur aktivisti...
Webster Tarpley heldur fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni í kvöld. Tarpley er frábær fyrirlesari, með hressilega framsögn, húmor og kann að fara með glærur.
Fyrirlesturinn er á fjórðuhæð í JL húsinu kl. 20.00 í kvöld.
Webster Tarpley er róttækur sagnfræðingur og rithöfundur. Tarpley er virtur fræðimaður en að sama skapi umdeildur.
Hann hefur verið kallaður aktivisti og ræðst gegn því sem hann kallar moneyterism og elitism sem má þýða sem peninga- og forréttindahyggja.
Hann gagnrýnir Obama harðlega fyrir að rífa niður velferðakerfið í Bandaríkjunum og kalla aukna fátækt yfir alþýðu manna. Hann bendir á ástand í löndum þar sem 5% þjóðarinnar er auðug en 95% búa við kröpp kjör og lítið þar á milli.
Annar hluti:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-09-29
Stjórnmálamenn vinna gegn lýðræðinu
Flokkræðið myndar múr um völd stjórnmálamanna....en ekki einungis völd þeirra heldur viðheldur það spillingu.
Eitt af því ógeðslegasta sem ég hef horft upp á frá bankahruninu er blekkingarleikur stjórnmálamanna sem vilja verja það kerfi sem hefur sett þjóðarbúið í þrot.
Gamlir valdapólitíkusar eins og forsætisráðherran, utanríkisráðherran og fjármálaráðherrann stóla á það að landslýður sé of heimskur til þess að sjá í gegnum blekkingarnar.
Ég tek undir með Kristni H Gunnarsyni...stjórnmálamönnum er ákkúrat treystandi til þess að hafa uppi sjónhverfingar sem vernda gamla flokksræðið.
![]() |
Flokksræðið er krabbameinið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-09-29
Hættulegasta stofnun á Íslandi...
...er fjórflokkurinn.
Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar ætti að vera að banna fjórflokkinn og setja þessar 400 milljónir sem hún ætlar að skammt flokkunum til góðra málefna, t.d. á Grensás.
Tvær aðrar stofnanir eru líka stórhættulegar en það eru samtök atvinnulífsins og ASÍ.
Það þarf að leggja þær stofnanir niður áður en þær ræna sparnaði landsmanna og afhenda hann byggingarverktökum sem eiga stóra sök á hruninu.
Makkað er nú bak við tjöldin um að hirða það sem er í lífeyrissjóðunum og koma því í hendur stórra byggingaverktaka. Fjármálaráðherrann hefur forgöngu um þennan ófögnuð.
Launþegar þessa lands í guðanna bænum látið í ykkur heyra. Þið þurfið að lifa eftir 67 ára aldur.
![]() |
Viðamiklar breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)