Róttækur aktivisti...

Webster Tarpley heldur fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni í kvöld. Tarpley er frábær fyrirlesari, með hressilega framsögn, húmor og kann að fara með glærur.

Fyrirlesturinn er á fjórðuhæð í JL húsinu kl. 20.00 í kvöld.

Webster Tarpley er róttækur sagnfræðingur og rithöfundur. Tarpley er virtur fræðimaður en að sama skapi umdeildur.

Hann hefur verið kallaður aktivisti og ræðst gegn því sem hann kallar moneyterism og elitism sem má þýða sem peninga- og forréttindahyggja.

Hann gagnrýnir Obama harðlega fyrir að rífa niður velferðakerfið í Bandaríkjunum og kalla aukna fátækt yfir alþýðu manna. Hann bendir á ástand í löndum þar sem 5% þjóðarinnar er auðug en 95% búa við kröpp kjör og lítið þar á milli.

Annar hluti:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Danir voru okkur reiðir fyrir að hrifsa til okkar sjálfstæðið, reiðin hefði átt að beinast að Bretum og Bandaríkjamönnum þar sem þeir voru skipuleggjendurnir og heilinn á bak við sjáfstæði Íslands, öðruvísi hefði Bandaríkjaher ekki fengið aðstöðu hér á landi vegna harðrar andstöðu fólks við hersetunni og þá hefði hluti af Danmörku einnig verið hersetin.

Hér var skipaður fyrsti forseti lýðveldissins, sá fyrsti sem hlaut æðstu tign frímúrara. Dæmi um sjálfstæði okkar, þá fékk ekki hver sem er að gegna stöðu utanríkisráðherra.

Hafði Bobby Fischer eitthvað fyrir sér þegar hann kallaði einn af okkar stjórnmálaflokkum agenta CIA ?

Bandaríkjamenn hentu okkur frá sem hórum ( sem við einmitt vorum ) eftir það stóðum við einir og þegar í harðbakkann sló gengu þeir framhjá okkur sem og aðrir, þessvegna eru ráðamenn okkar svona ráðvilltir ... við stöndum ein og verðum kúguð ... eina leiðin er að ganga í ESB ... og halda hórskapnum áfram.

L (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband