Er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að rústa Íslandi og Lettlandi

Það segir Natan Lewis.

Hann segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn beiti margvíslegum aðferðum, lokki, freisti, rugli og hóti viðkomandi stjórnvöldum (í okkar tilviki Jóhönnu og Steingrími) til að bæta stórbönkum tap sitt vegna misheppnaðra viðskipta með fjármunum skattborgara í löndum þeirra. Hann segir að þetta hafi verið stefna sjóðsins síðan 1980.

Nú er spurningin hvaða aðferð virkar á Steingrím eða Jóhönnu:

Hafa þau verið tæld?

Hafa þau fallið fyrir freistingum?

Hafa þau látið rugla sig?

Eða hafa þau beigt sig undir hótanir...?


Íslenska krónan ónýt

Þrír gjaldmiðlar eru í gangi á Íslandi, venjuleg króna, verðtryggð króna og gengistryggð króna.

Launþegar frá greitt í venjulegum krónum en þurfa að greiða skuldir sína í verðtryggðum og gengistryggðum krónum.

Ársæll Valfells telur að krónan sé ónýt. Slælegri efnahagsstjórn stjórnvalda er velt yfir á launþega.

Kúlulán það sem Steingrímur sendi Svavar til að skrifa upp á er í gengistryggðum krónum.


Um Stiglitz

Nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðingurinn Joseph Stiglitz þekkir vel til innviða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Hann hefur bent á að þessir aðilar festi þjóðir í fátækragildru.

Nóbelsverðlaunahafinn þekkir einnig vel til Íslands því hann varaði íslensk stjórnvöld við bankahruninu árið 2001.

Skýrslunni sem Stiglits ritaði fyrir seðlabankann árið 2001 var stungið var ofan í skúffu. Lesa má um þetta á Icenews og á heimasíðu seðlabankans. Aðvaranir Stiglitz hafa ekki verið mikið í umræðunni en Ingibjörg Sólrún afþakkaði aðstoð hans í kjölfar bankahrunsins. Sennilega má skýra margt í ástandi íslensks efnahagslífs með hroka misvitra stjórnmálamanna sem hunsa ráð sérfræðinga sem eru alvöru sérfræðingar.  Stiglitz ráðlagði yfirvöldum eindregið, árið 2001, að innleiða skatta og setja reglur til þess að draga úr hættunni sem fylgir smæð efnahagskerfis ef það er óvarið. Stieglitz7H

Viðbrögð Guðbjarts Hannessonar við ráðgjöf Buchheit (hann er einn fremsti lagasérfræðingur á sviði þjóðarskulda) sem ráðlagði fjárlaganefnd að hafna Icesave er skýrt dæmi um hroka og dómgreindarleysi misvitra stjórnmálamanna en Guðbjartur taldi sig vita betur en einn færasti lagasérfræðingur heims á sviðinu.

Stiglitz hefur varað við því að  Alþjóðagjaldeyrissjóðsins steypi efnahagskerfum í glötun með aðkomu sinni og nefnir Ísland sem dæmi.

Myndbandið sýnir viðtal Greg Palast við Stiglitz. Í upphafi ræðir Palast við framkvæmdastjórna Alþjóðabankans en síðan talar hann við Stiglitz. Sýndar eru óeirðir í kjölfar innleiðingu stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í nokkrum löndum.

Stiglitz heldur því fram að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn loki augunum fyrir spillingu í pólitískum tilgangi.

Palats ræðir við hann um fjögurra skrefa prógram sem farið er eftir í löndum þar sem Alþjóðagjaldeyrisstjóðurinn hefur viðkomu:

-Frelsi "hot" fjármagns (fjármagn áhættufjárfesta)

-Frelsi til þess að hækka verðlag

-Viðskiptafrelsi fyrir alla

-Frelsi til þess að einkavæða allt

Stiglitz hefur einnig gagnrýnt harðlega þá hugmyndafræði sem hefur verið ríkjandi á undanförnum árum og ótrúverðugleika Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:

Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að kynna sér Stiglitz og kenningar hans.

Það verður spennandi að heyra hvað hann hefur að segja í Silfri Egils á sunnudag.


mbl.is Stiglitz með fyrirlestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil ekki borga björgólfunum og Karli skaðabætur

Ég vil því taka skýrt fram að Karl Wernerson er góður drengur sem hefur aldrei stolið peningum né heldur tekið peninga út af reikningi.

Björgólfarnir eru fyrirmynd annarra manna í framferði sínu gagnvart mannkyninu. Þeir stálu ekki Landsbankanum og settu þjóðina ekki á hausinn.

Og skórnir hans Björgólfs eru ekkert ljótir né heldur hann sjálfur. qynuDohuLnu5lj7cn8lDY4ipo1_500


mbl.is Karl höfðar mál gegn fréttamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föttuðu ekki að þetta voru mútugreiðslur?

Fréttir af þessu máli eru vægast sagt mjög ruglingslegar.

Á vísi.is kemur fram að einstaklingar sem áttu í samningsviðræðum af hálfu sveitafélagsins þáðu greiðslur fyrir fundasetur með landsvirkjun. Fundarsetur vegna samningaviðræðna.

Hæsta máta óeðlilegt að taka við persónulegum greiðsum af mótaðila í samningsviðræðum af aðilum sem fara með samningsumboð fyrir sveitafélagið.

Nú heitir þetta kostnaður vegna skipulagsvinnu.


mbl.is Niðurstaða ráðuneytisins kemur á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitamenn sem gerðust heimsborgarar

Ég var að horfa á mynskeið sem var birt í ástralska sjónvarpinu.

Hvers vegna tala erlendir fjölmiðlamenn við Íslendinga sem vinna gegn þjóðinni með alls konar fullyrðingum um lifnaðarhætti íslendinga, þegar þeir koma hingað til landsins.

Ísland er síendurtekið kynnt þannig að allt hafi flotið hér í peningum og að almenningur hafi verið á sífelldu sukki.

Ég verð þó að viðurkenna að ég hef aldrei geta skilið þá sem treysta Davíð Oddsyni og fleiri honum líkum.

það er eitthvað einstaklega barnalegt í íslenskri þjóðarsál.

Flokkshollusta og tryggð sem keyrir þjóðina fram af björgum.

Hér er myndskeiðið dæmið sjálf.


Bloggfærslur 4. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband