Um Stiglitz

Nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðingurinn Joseph Stiglitz þekkir vel til innviða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Hann hefur bent á að þessir aðilar festi þjóðir í fátækragildru.

Nóbelsverðlaunahafinn þekkir einnig vel til Íslands því hann varaði íslensk stjórnvöld við bankahruninu árið 2001.

Skýrslunni sem Stiglits ritaði fyrir seðlabankann árið 2001 var stungið var ofan í skúffu. Lesa má um þetta á Icenews og á heimasíðu seðlabankans. Aðvaranir Stiglitz hafa ekki verið mikið í umræðunni en Ingibjörg Sólrún afþakkaði aðstoð hans í kjölfar bankahrunsins. Sennilega má skýra margt í ástandi íslensks efnahagslífs með hroka misvitra stjórnmálamanna sem hunsa ráð sérfræðinga sem eru alvöru sérfræðingar.  Stiglitz ráðlagði yfirvöldum eindregið, árið 2001, að innleiða skatta og setja reglur til þess að draga úr hættunni sem fylgir smæð efnahagskerfis ef það er óvarið. Stieglitz7H

Viðbrögð Guðbjarts Hannessonar við ráðgjöf Buchheit (hann er einn fremsti lagasérfræðingur á sviði þjóðarskulda) sem ráðlagði fjárlaganefnd að hafna Icesave er skýrt dæmi um hroka og dómgreindarleysi misvitra stjórnmálamanna en Guðbjartur taldi sig vita betur en einn færasti lagasérfræðingur heims á sviðinu.

Stiglitz hefur varað við því að  Alþjóðagjaldeyrissjóðsins steypi efnahagskerfum í glötun með aðkomu sinni og nefnir Ísland sem dæmi.

Myndbandið sýnir viðtal Greg Palast við Stiglitz. Í upphafi ræðir Palast við framkvæmdastjórna Alþjóðabankans en síðan talar hann við Stiglitz. Sýndar eru óeirðir í kjölfar innleiðingu stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í nokkrum löndum.

Stiglitz heldur því fram að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn loki augunum fyrir spillingu í pólitískum tilgangi.

Palats ræðir við hann um fjögurra skrefa prógram sem farið er eftir í löndum þar sem Alþjóðagjaldeyrisstjóðurinn hefur viðkomu:

-Frelsi "hot" fjármagns (fjármagn áhættufjárfesta)

-Frelsi til þess að hækka verðlag

-Viðskiptafrelsi fyrir alla

-Frelsi til þess að einkavæða allt

Stiglitz hefur einnig gagnrýnt harðlega þá hugmyndafræði sem hefur verið ríkjandi á undanförnum árum og ótrúverðugleika Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:

Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að kynna sér Stiglitz og kenningar hans.

Það verður spennandi að heyra hvað hann hefur að segja í Silfri Egils á sunnudag.


mbl.is Stiglitz með fyrirlestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Allir sem lesa og hafa aðgang að Facebook. Göngum í grúbbuna að fá Stiglitz sem efnahagsráðgjafa!

Fáum Joseph E. Stiglitz sem efnahagsráðgjafa ríkisstjórnar Íslands

http://www.facebook.com/home.php?#/group.php?gid=120842740993

Guðni Karl Harðarson, 4.9.2009 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband