Klikkaðir karlar á ferðinni

 Sífellt heimta menn skyndilausnir sem þeir hafa ekki hugsað til hlýtar. Vissulega þarf að huga að ástandinu í Keflavík og finna lausnir sem virka. Helguvíkurhöfn tilheyrir ekki því mengi.  

Dofri Hermannson vekur athygli á því á bloggi sínu hversu fáránleg krafan um höfn Í helguvík er miðað við ýmsar staðreindir sem ekki er hægt að líta framhjá en þær eru:

 

  • Orku vantar fyrir meira en helminginn af fyrirhuguðu álveriOrkufyrirtækin vantar fjármagn til virkjunar á þeirri orku sem til er 
  • Stór hluti þeirrar orku sem fyrirhugað er að virkja er bundin skipulagsvaldi sveitarfélaga sem vilja heldur að orkan sé nýtt til atvinnusköpunar í viðkomandi sveitarfélagi 
  • Ekki er sátt um legu SV línu t.a.m. hafa fulltrúar Ölfuss lýst því yfir að línan verði ekki lögð um lendur þess nema að hluti af orku Hengilsins fari til atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu.
  • Fengist fjármagn í virkjun þeirrar orku sem til er yrði það á mun hærri vöxtum en áformað var og því ljóst að orkufyrirtækin þurfa mun hærra verð fyrir orkuna en gert var ráð fyrir í upphafi 
  • Hærra orkuverð setur fjármögnun Norðuráls á álverinu í Helguvík í enn frekara uppnám sem þó var ærin fyrir

 


mbl.is Ríkið borgi 700 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkir til fjórflokksins ekki skornir við trog

Mikil óánægja ríkir vegna þess a nú er verið að stefna öryggi fólks í hættu með niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. 

Fólkið í landinu er látið blæða fyrir einkavæðingu bankanna sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur stóðu fyrir.

Á tyllidögum er gjarnan talað um hið norræna velferðarkerfi en hið norræna velferðarkerfi aðhyllist ekki sértækar aðgerðir heldur er eitt af einkennum hins norræna velferðarmódels að það styður almennar aðgerðir. Það boðar vernd fyrir fjölskyldur, aldraða og atvinnulausa. Sértækar aðferðir eru aðferðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við að hreinsa upp versta sorann sem fjármálakerfið skilur eftir sig á strætum borga.

Lýðræði er hugtak sem stjórnmálamenn virðast hafa álíka lítinn skilning á og skilningur þeirra á hugtakinu "norrænt velferðarmódel." 

Grundvöllur lýðræðis er aðmannréttindi séu virt.

Að hver einstaklingur njóti verndar samfélagsins og aðþað sé vilji almennings en ekki vilji stjórnmálastéttarinnar sem endurspeglistí aðgerðum ríkisvaldsins.

Er það vilji almennings að stjórnmálaflokkar skammti ríkjandi öflum himinháa styrki inni á þingi en skera niður lífsnauðsynlega þjónustu við almenning? Er það vilji almennings að fjöldi fyrirverandi þingmanna gekk á svig við stjórnarskrá og skammtaði sér eftirlaun?

Misbeiting valds er viðtekin á Alþingi Íslendinga. Vilji almennings hunsaður en það á lítið skylt við lýðræði.  

 


mbl.is Skuldavandi heimilanna ræddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil betra Ísland

Þessi frétt vekur upp hugrenningar um lýðræði á Íslandi. 

Hún vekur hugrenningar um það hvernig farið hefur verið með lýðræði á Íslandi hvernig rödd almennings hefur verið þögguð og hvernig athafnir valdhafa spegla vilja stjórnmálastéttarinnar en ekki vilja almennings.

Ég vil sjá lýðræði á Íslandi.

Ég vil að vilji almennings speglist í athöfnum valdhafanna.

Þess vegna hef ég  ákveðið að bjóða mig fram til stjórnlagaþings.

Sú ákvörðun tengist sterklega innihaldi þessarar fréttar.

 

 Heimasíða framboðs:

 http://framtidislands.is/

 


mbl.is „Fundirnir tímasóun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband