Gott ef verið er að hverfa frá þessari klikkun

Þessi kynslóð setti landið á hausinn og það er ekki þessari kynslóð of gott að herða sultarólarnar til þess að skila landinu í viðunandi ástandi til næstu kynslóðar.

Ofurlánatökur ríkisstjórnarinnar gera landið efnahagslega óbyggilegt fyrir afkomendur okkar.  


mbl.is Kannað hvort þörf sé á lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kerfi sem þrífst á mannvonsku

Fréttir berast nú af því að eldri borgarar eru að missa eignir sínar vegna ábyrgða fyrir börn og ættingja. 
 
Umræðan um vandræði fólks er á villigötum
 
Orð eins og úrræði, aðstoð eða hjálp til hinna verst settu eru gjarnan notuð
 
Grundvallarvandinn sem er kerfið sjálft er hins vegar hunsaður
 
Það virðist eiga að halda áfram að halda fjármálakerfinu óábyrgu í viðskiptum og færa tapið jafnvel á þá sem tóku ekki þátt í viðskiptunum

 

mbl.is Okkur hefur ekki mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landinu blæðir

Ísland á mikið af ungu hæfileikafólki, glettni, velvilja, framtakssemi og úthald.

Það er ánægjulegt að horfa á ungt fólk, vináttubönd, fjölskyldubönd, áhugamál og samstöðu.

Daglegt líf, daglegt brauðstrit og öryggi er ekki munaður heldur grundvallarkrafa.  

Eftir að sjálfstæðisflokkur hefur fjárfest í gríðarlegum mannvirkjum á ábyrgð skattborgaranna og selt virðisaukann af þessum mannvirkjum úr landi en skilið almenning eftir með fjármögnunarkostnaðinn, eftir að sjálfstæðisflokkur hefur fært sjávarauðlindina á hendur 166 aðilum og murkað atvinnufrelsi úr landsbyggðinni eru vináttubönd, fjölskyldubönd, áhugamál og samstaða í hættu.

Menning ungafólksins er að sundrast, vinir, ástvinir eru að hverfa úr landi. Samstaðan og áhugamálin líða.

Ef það hefur farið fram hjá einhverju vinstra fólki þá benda allar staðreyndir til þess að Steingrímur J Sigfússon aðhyllist lénsskipulagið sem sjálfstæðisflokkurinn byggði upp. Akkúrat engu hefur verið breytt hvað varðar útdeilingu gæðanna.

Sama spillingin, sami fjórflokkurinn.  


mbl.is Mótmæli við Stjórnarráðshúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og spilling óþekkt á Íslandi

Íslenskar konur hafa gefist upp á að leita til dómstóla vegna brota á jafnréttislögum og stjórnsýslulögum. Eftirlitsstofnanir eru jafn ónýtar á þessu sviði og öðrum.

Aðgerðir til þess að stemma stigu við misrétti eru háðar því að hægt sé að nota slíkar aðgerðir til þess að útdeila bitlingum.

Konur eiga mjög erfitt uppdráttar í fjölmiðlum.

Um konur er gjarnan fjallað eins og þær séu annars flokks

Konur hafa barið sér leið í gegn um glerþakið í stjórnmálum

...en millistéttar og lágstéttarkonur sitja eftir.

Þær eru fyrstar undir hnífinn í þrengingum 

En óréttið beinist ekki eingöngu gegn konum. Karlar eru líka misréttháir í samfélaginu.  


mbl.is Jafnrétti kynja hvergi meira en hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband