2010-10-25
Ég skil ekki þetta orðfæri
Þetta kynjagleraugnaorðfæri virðist eiga uppruna sinn í Háskóla Íslands. Ég skil það að maður setji stundum upp sérstök gleraugu til þess að rýna í tiltekna hluti. Til þess að sía frá það sem truflar og til þess að einfalda greiningu.
Hvernig líf er það að skilja þannig gleraugu aldrei við sig. Þetta er mjög óheppileg elítufeminista orðræða sem styggir venjulegt fólk.
Gleymum ekki baráttunni fyrir réttindum kvenna
En í guðanna bænum horfum á heiminn í öllum sínum blæbrigðum
![]() |
Skiljum kynjagleraugun aldrei við okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2010-10-25
Loforð fjórflokksins eins og fjósadraugur
Heyrist stundum af þeim en fátt um að þau birtist ef af er gáð.
Ég var að uppgötva síðu og fann þar þrumuræðu sem ég hélt á Austurvelli í fyrra.
Þetta var meðan allir þögðu og vildu gefa vinstri stjórninni svigrúm.
Set hér linkinn á þessa ræðu:
http://video.hjariveraldar.is/Jakobina_1.swf
![]() |
523 í framboði |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
2010-10-25
Dúða sig og sýna samstöðu
Konur ættu þó miðað við laun að yfirgefa vinnustaðinn klukkan 14.25 á hverjum degi.
Ef þær gerðu það myndi sennilega skapast upplausn í landinu.
![]() |
Konur hvattar til að klæða sig vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eitthvað kostar þessi málsókn ríkissins. Það virðast ætið nægir fjármunir til þegar verja þarf valdið.
Legg til að þessi skrípaleikur verði lagður á hilluna og fólki í neyð sendir matarmiðar fyrir þessa fjármuni.
Sama gildir um fjáraustur í flokkanna. Þar eru hundruðir milljóna sem mætti verja til þess að bæta líðan hinna verst settu.
Ég fagna því þó að einn sakborgninganna hefur verið kosinn formaður félags Vinstri grænna í Reykjavík.
![]() |
Krefst gagna sem eru sögð ekki til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-10-25
Pípara, smiði eða viðskipafræðinga
Hvað segir herra biskup um að prestar hafi ekki einkarétt á sorginni í kirkjum? Gildir réttur fleiri fagstétta þar.
Þeir sem sinna áfallahjálp í skólum eru væntanlega að vinna að fyrirbyggjandi starfsemi sem tengjast áföllum. Það heitir áfallahjálp en ekki sáluhjálp.
Þegar að brátt ber að og sinna þarf áföllum í skóla eru fagmenn vissulega þeir sem eiga að sinna því.
Fyrstu viðbrögð eru venjulega ekki sorg heldur doði, utangáttaháttur og vantrú eða jafnvel afneitun (tala af eigin reynslu en reynsla manna getur verið misjöfn vegna svipaðra áfalla). Ég er enginn sérfræðingur en tel mig þó hafa rekist á einhvern fræðitexta sem styður að þetta séu fremur almenn viðbrögð.
Sorgin er hið langvarandi ferli sem tekur við og fólk þarf að læra að lifa með. Þá kemur sáluhjálpin sér vel fyrir þá sem vilja nýta sér þá leið.
Vinir mínir voru mínir sáluhjálparar en góðir vinir í fjölskyldunni og utan hennar geta verið gulls (eða prest) ígildi.
Ps. það kom prestur (það var á sjúkrahúsi) að í þessu tilfelli sem var mjög alvarlegt og tengdist fleiru en einu dauðsfalli. Hann klúðraði viðtalinu svona frekar vegna þess að hann hafði ekki kynnt sér nægilega vel hvað gerðist og hvernig.
Hann gerði þó eitt vel hann leit framan í dóttur mína og sagði: þú hefur orðið fyrir þessum hörmulega atburði.
Með því að gera það þá gaf hann okkur hugtak til þess að nota yfir þetta því við áttum engin orð. Bara vantrú og sársauka.
![]() |
Engin ein fagstétt á sorgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)