Á að láta Íslendinga éta minna?

Ég hef skilið stjórnmálamenn þannig að þeir væru að vísa til vonar um betri tíð þegar þeir vísa til ljóssins við endann á göngunum en kannski voru þeir bara að tala um þetta bláa ljós. 

436439B

Í frétt í viðskiptablaðinu segir frá því að verðlag hafi hækkað (að vísu er það orðað svo að verðlagsbreytingar hafi hækkað en ég skil ekki hvernig breytinar hækka). Orkuverð til borgarbúa hækkar og matarverð hækkar. Hækkun þessara útgjaldaliða vega að grunnþörfum mannsins. 

Skattar hækka og skuldir hækka.

Störfum fækkar og laun lækka.

 Þórólf Matthíasson prófessor sem hefur að mínu mati tilhneigingu til þess að tala í ráðgátum hefur sagt að hækkun á virðisaukaskatti myndi ekki skila sér í vísitölunna "að þar gætti misskilnings í umræðunni".

Jú þetta er þannig segir hann að fyrst skilar þetta sér í verðlagið og vísitöluna en svo minnkar neyslan og þá lagast það aftur.....

Hemmm minnkar þá ekki innheimtan líka. Það má því gera því skóna að endanlegt markmið sé að fá Íslendinga til þess að éta minna.

Það kemur fram í Mogganum í fyrrahaust að Steingrímur sé fullur bjartsýni á því að íslenskt atvinnulíf muni sýna aðlögunarhæfni sína á næstunni. Hvernig er þessi aðlögunarhæfni? Jú, störfum fækkar og fyrirtæki fara í þrot.   

 


mbl.is Uppsagnir hjá Símanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband