Á að láta Íslendinga éta minna?

Ég hef skilið stjórnmálamenn þannig að þeir væru að vísa til vonar um betri tíð þegar þeir vísa til ljóssins við endann á göngunum en kannski voru þeir bara að tala um þetta bláa ljós. 

436439B

Í frétt í viðskiptablaðinu segir frá því að verðlag hafi hækkað (að vísu er það orðað svo að verðlagsbreytingar hafi hækkað en ég skil ekki hvernig breytinar hækka). Orkuverð til borgarbúa hækkar og matarverð hækkar. Hækkun þessara útgjaldaliða vega að grunnþörfum mannsins. 

Skattar hækka og skuldir hækka.

Störfum fækkar og laun lækka.

 Þórólf Matthíasson prófessor sem hefur að mínu mati tilhneigingu til þess að tala í ráðgátum hefur sagt að hækkun á virðisaukaskatti myndi ekki skila sér í vísitölunna "að þar gætti misskilnings í umræðunni".

Jú þetta er þannig segir hann að fyrst skilar þetta sér í verðlagið og vísitöluna en svo minnkar neyslan og þá lagast það aftur.....

Hemmm minnkar þá ekki innheimtan líka. Það má því gera því skóna að endanlegt markmið sé að fá Íslendinga til þess að éta minna.

Það kemur fram í Mogganum í fyrrahaust að Steingrímur sé fullur bjartsýni á því að íslenskt atvinnulíf muni sýna aðlögunarhæfni sína á næstunni. Hvernig er þessi aðlögunarhæfni? Jú, störfum fækkar og fyrirtæki fara í þrot.   

 


mbl.is Uppsagnir hjá Símanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

ég er alveg sammála þér, þetta er alveg fáránleg þróun og kemur auðvitað verst niður á þeim sem eiga að lifa af bótum, ég er búin að vera atvinnulaus síðan í nóv 2008 - og maður nær ekkert endum saman, ef þú veist um gott ráð til að lina svengdar tilfinningu þá væri hún vel þegin, því það er eina í stöðunni að éta minna.  maður kann samt flest ráð, eins og að reyna að éta bara pasta og eitthvað ódýrt.

GunniS, 27.10.2010 kl. 15:58

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þórólfur Matthísson hefur nokkuð undarlega sýn á hagfræði. Það er skelfing að hugsa til þess að þessi maður skuli vera búinn að miðla "visku" sinni til fjölda nema í Háskóla Íslands.

Hans rök fyrir að hækkun virðisaukaskatts hafi ekki áhrif á vísitöluna segja það sama og að launalækkun hafi ekki áhrif á pyngju launafólks. Það minnki bara neysluna og þá er jafn mikið eftir við næstu mánaðarmót!! Merkileg hagfræði en í sjálfu sér ekki röng, bara víðáttu vitlaus!!

Gunnar Heiðarsson, 27.10.2010 kl. 17:09

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Erum við ekki hvort sem er of feit????

En forsenda Þórólfs um að tekjuaukning veltuskatts skili sér ekki út í verðlagið því skattahækkunin þýði minni veltu, er samt það skásta sem frá manninum hefur komið í langan tíma.

Viðhorf hans til ICEsave og skuldamála heimilanna eru í þeim sérflokki að seint verður toppað.

En Ruv mun ræða við hann og almenningur treystir Ruv og enginn skilur síðan afhverju ástandið er eins og það er.

Ergo, Jakobínu á stjórnlagaþing.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.10.2010 kl. 05:48

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir innlitið Ómar og hvatningurna

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2010 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband