Fyrsta skrefið: ná lífeyrissjóðunum úr hendi vinnuveitenda

Þetta er grundvallaratriði og nauðsynlegt skref í átt að betra samfélagi. 

Jóhanna og Steingrímur tala gjarnan um endurreisn og vilja meina að þau vaði svaðann upp í axlir við að reyna að bjarga þjóðinni.

Þau eru þó ómarktæk á meðan:

-Vinnuveitendur stjórna lífeyrissjóðunum

-LÍÚ stjórnar lögsetninu um kvótakerfi

-Bankarnir hafa frjálsar hendur við að afskrifa hjá útrásarvíkingum en ganga hart að fjölskyldum og fyrirtækjum

Önnur verkefni eru líka nauðsynleg til þess að bæta ástandið í samfélaginu. T.d. fjölmiðlar og ástandið í stjórnsýslunni.

Samfylkingin hefur verið iðin við að ráða fólk í stjórnsýsluna án auglýsinga eða valið á vafasömum forsendum.  


mbl.is Vill almenna lækkun skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg menntun á Íslandi vel varðveitt leyndarmál

Menntunarstaða Íslands, í samanburði við aðrar þjóðir OECD, er 11% undir meðaltali.

Ísland lendir í 29. sæti þegar kemur að árangri. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu stofnunarinnar um menntamálin, segir í frétt í Viðskiptablaðinu.

 

Brottfall er hærra en þekkist á öðrum Norðurlöndum og er jafnvel talið vera hæst í Evrópu. Það verður varla komist hjá að horfast í augu við að undirliggjandi er alvarlegt vandamál í íslenskri skólamenningu og almennu viðhorfi til menntunar.

Á tyllidögum er gjarnan talað um menntaða þjóð.

Snobbað er fyrir fínum samkomum á vegum háskólanna og fólk segir gjarnan það sem það telur óhætt að segja. Það vantar þó töluvert upp á að fólk segi það sem þarf að segja.


mbl.is Aldrei fleiri brautskráðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband