2010-11-01
Fjórflokkurinn klikkar
Fjórflokkurinn einblínir á leiðir til þess að koma tapinu af hruninu yfir á almenning.
Útrásarvíkingar skipuleggja, bak við tjöldin, yfirtöku á

auðlindum sem þeir hafa ekki komist yfir.
Ég sé tvenn öfl í samfélaginu sem toga sterkt.
Annað er baráttan um að viðhalda svartholinu sem sýgur til sín verðmætasköpun í landinu
Hin er áróðursherferð til þess að friðþægja almenning á meðan á arðráninu stendur.
Vissulega eru fleiri öfl að verki en þessi eru áberandi.
![]() |
Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2010-11-01
Leigusnatti útrásarvíkinga
Í fréttum á RUV var sagt frá því að hópur sérhagsmunaaðila sem bítast um skerf af arðinum af jarðvarmaauðlindunum hafi ráðið Michael E Porter til þess að leggja upp með strategíu nýtingu íslenskra jarðvarmaauðlinda. Þetta er kallað klasi í fréttinni og er með því tengt við landfræðilega nánd en svo virðist vera sem útrásarvíkingar vilji gefa arðráni sínu fræðilegt yfirbragð. Þessa drengi vantar alla vega ekki peninga því Harvard Prófessorinn er, myndi ég ætla, ekki billegur.
Atburðarásin í málefnum jarðvarma á Íslandi hefur verið ævintýraleg og

menn berjast bak við tjöldin um að ná sér í skerf af þessari náttúruauðlind. Á níunda áratugnum byrjuðu menn að skipuleggja bak við tjöldin strategíur til þess að ná yfirráðum yfir þessari auðlind.
Framsóknarmaðurinn Árni Magnússon sagði af sér sem ráðherra og tók að sér að leiða orkuútrásina fyrir Glitni. Vilhjálmur Þ. fyrrverandi borgarstjóri og Guðlaugur Þór vildu gera Bjarna Ármannsson að forstjóra orkufyrirtækis undir væng Orkuveitu Reykjavíkur.
Forsetinn og Össur Skarphéðinsson lögðu í víking.
Í DV:
Fyrirtækin sem Össur ætlar að kynna eru Nýorka, Icelandic Hydrogen, Marorka, Carbon Recycling International og Fjölblendir. Þess utan verður sérstaklega kynnt þróunarstarf sem fram fer í Bláa lóninu um þessar mundir. Kynningin er einnig haldin í Bláa lóninu,
Auðvitað leynist Bjarni Ármannsson í þessari súpu. Hverjir eru eigendur Carbon Recycling International?
Sendinefndin er hér á landi í framhaldi af opinberri heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Katar í janúar. Þar hitti forsetinn Emírinn í Katar að máli. Össur var þar með í för ásamt sérlegri viðskiptasendinefnd.

Flugferðir forsetans með útrásarvíkingum eftir því sem sagt var frá að Eyjunni voru með vélum í eigu eða leigu Glitnis, Novators, FL Group, KB-banka, síðar Kaupþings banka, Actavis og Eimskipafélags Íslands.
Ég velti því fyrir mér hvort að Michael Porter ásaki líka landa sína

Bandaríkjamenn fyrir að vera aumingjar vegna þess að þeir eru ekki farnir að virkja jarðvarmann í þjóðgarði þeirra YellowStone.
Eða er sóðaskapurinn bara ætlaður Íslandi?
Ps. takið eftir bindis og jakkafataliðinu sem hlýðir á speki Porters
![]() |
Tækifæri sem ekki má vanrækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
2010-11-01
Refsivert athæfi forsætisráðherrans
Ekki er kveðið skýrt á um í Íslensku stjórnarskránni að ekki sé heimilt að setja lög afturvirkt.
Eingöngu eru ákvæði í stjórnarskránni sem kveða á um refi- og skattalög að þessu leyti.
27. gr. stjórnarskrárinnar gefur þó til kynna rétt borgaranna til þess að kynna sér efni laga til þess

að þeir geti farið eftir þeim.
Það er því ekki ólíklegt að 27. gr. stjórnarskrárinnar hafi verið brotin við setningu neyðarlaga eins og tilgreint er í fréttinni.
Spurningin er hinsvegar hvort að um refsivert athæfi hafi verið að ræða hvað varðar þá sem samþykktu neyðarlögin.
Útlit er fyrir að hvorki séu til staðar verkfæri né viðurlög til þess að beyta þegar stjórnmálastéttin brýtur stjórnarskránna.
Þýðir þetta þá að stjórnarskráin sé ónýt.
Já það verður að setja ákvæði í stjórnarkrána sem virkja hana og gera hana lifandi fyrir þeim sem eiga að fara eftir henni.
Ég mæli með sérstökum stjórnlagadómstól sem kveður til almenna borgara til þess að taka þátt í að meta stjórnlagabrot. Það þarf að setja inn viðurlög sem stjórnmálamenn taka mark á og verkfæri til að fá þá að horfast í augu við skyldur sínar
![]() |
Ber ekki vitni um neyðarlög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)