Refsivert athæfi forsætisráðherrans

Ekki er kveðið skýrt á um í Íslensku stjórnarskránni að ekki sé heimilt að setja lög afturvirkt.

 Eingöngu eru ákvæði í stjórnarskránni sem kveða á um refi- og skattalög að þessu leyti.

 27. gr. stjórnarskrárinnar gefur þó til kynna rétt borgaranna til þess að kynna sér efni laga til þess

7319

 að þeir geti farið eftir þeim. 

Það er því ekki ólíklegt að 27. gr. stjórnarskrárinnar hafi verið brotin við setningu neyðarlaga eins og tilgreint er í fréttinni.

Spurningin er hinsvegar hvort að um refsivert athæfi hafi verið að ræða hvað varðar þá sem samþykktu neyðarlögin.

Útlit er fyrir að hvorki séu til staðar verkfæri né viðurlög til þess að beyta þegar stjórnmálastéttin brýtur stjórnarskránna.

Þýðir þetta þá að stjórnarskráin sé ónýt.

 Já það verður að setja ákvæði í stjórnarkrána sem virkja hana og gera hana lifandi fyrir þeim sem eiga að fara eftir henni.

Ég mæli með sérstökum stjórnlagadómstól sem kveður til almenna borgara til þess að taka þátt í að meta stjórnlagabrot. Það þarf að setja inn viðurlög sem stjórnmálamenn taka mark á og verkfæri til að fá þá að horfast í augu við skyldur sínar

http://framtidislands.is/ 


mbl.is Ber ekki vitni um neyðarlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband