Fár-klikkað samfélag

Margir bíða nú eftir því að geta vaknað á morgnanna án þess að hugsa hvern fjandann gera stjórnmálamenn af sér í dag? Hvaða vitleysingar verða dregnir upp úr einhverri holu og falið trúnaðarstörf? Hvernær kemur sá dagur sem þessu kjaftæði lýkur?

Fjórflokkurinn er samur við sig. Endalaust klúður sem Kristrún heimisdóttir vill ekki kalla klúður en talar samt um að sé klúður hefur sett landið í grafalvarlega stöðu.

Enginn er sekur um neitt

Þorgerður Katrín vissi ekki að hún stakk undan 850 milljónum inn í einkahlutafélag

Árni þór græddi milljónir (sem hann vill ekki nefna) af hugsjón Crying

Össur græddi 30 milljónir af einskærri heimsku eða barnaskap að því er virðist

Bjarni Ben skrifaði undir þjófnað upp á 10 milljarða óvart og græddi á því sálfur óvart

Hin nýja skæra stjarna stjórnmálanna Tryggvi Þór Herbertsson lét hlutafélag lána sjálfum á "gráu svæði"

Ásgrímur Óttarsson greiddi sjálfum sér ólöglega en hann er önnur skær stjarna sjálfstæðismanna.

....og þjóðin virðist treysta fórflokknum best W00t


mbl.is Senda út athugasemdabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svavar Gestsson hefur aldrei gagnrýnt eigin verk að eigin sögn

Gefur einfaldlega ekki upp skoðun á eigin verkum eftir því sem hann tjáir mönnum á RUV.

Það er ekki furða þótt þessi einstaklingur sem er með stúdentspróf hafi ekki þurft að láta uppi skoðanir eigin verkum. Maður sem hefur ekki þurft að sækja um vinnu í áratugi heldur bara þegið bitlinga frá stjórnmálaflokkum.

Hrokagikkur fandans gubbar út úr sér kenningum sem hann rökstyður á engann hátt í útvarpi allra landsmanna. Hrokinn er yfirgengilegur og í góðri samsvörun við hroka Steingríms sem kallar erlenda sérfræðinga sem virtir eru á heimsmælikvarða snillinga.

Ég held að þessir stúdentar ættu að fara að hugsa sinn gang og horfast í augu við eigin vanmátt fremur en að rakka niður alvöru þekkingu.

Kerfi innstæðutrygginganna er einfaldlega þannig að það er tryggingarsjóðurinn sem er skuldbundinn.

Samkvæmt þessu kerfi er ekki heimilt að veita þessum sjóði ríkisábyrgð.

Þetta felst í Brussel viðmiðum sem Svavar Gestsson segist hafa farið eftir við gerð Icesavesamningsins.

Svavari Gestssyni finnst flott að hafa getað frestað greiðslubyrðinni í sjö ár en að þeim tíma liðnum verður hann og margir þeir sem aðhyllast þennan samning komnir á eftirlaun og aðrir teknir við.

Kostnaðinn af þessari frestun á að legga á komandi kynslóðir.


Flækur sem fáir skilja

Atburðarásin í Icesavemálinu hefur verið furðuleg frá upphafi.

Tilurð Icesave byggist á spillingu í sjálfstæðisflokki og framsóknarflokki. Glæpaklíkur sem voru hluti stjórnvaldi Íslands stjórnuðu bæði bönkum og lögjöf. Í viðskiptaráði sátu menn og skrifuðu lög sem síðan voru send í gegn u ráðuneytin og inn á Alþingi til stimplunar.

Fyrri ríkisstjórnir og glæpaklíkurnar voru samofnar. Dómskerfinu var spillt með klíkuráðningum. Stjórnsýslunni var spillt með langvarandi klíkuráðningum og fékk það hlutverk að vera varðhundar stjórnvalds og glæpaklíkunnar.

Viðvarandi upplausn hefur ríkt í samfélaginnu enda margir enn við völd sem fléttuðust inn í þessa glæpastarfsemi.

Það voru gríðarleg vonbrigði þegar að Steingrímur Joð stakk sér beint í vasa þessara afla og hélt áfram á sömu braut. Einkavæðing, sala auðlinda, erlendir fjárfestar, stóriðja, skuldaþrælkun unga fólksins og klíkuráðningar eru enn "the buzzwords" í ríkisstjórn Jóhönnu.

Tryggingarsjóður innstæðna ber ábyrgð á skuld við Breta og Hollendinga en það gerir íslenska þjóðin ekki.


mbl.is Lee Buchheit verður ráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband