Birti eftirfarandi grein á Smugunni í dag:
Mér varð það á orði þegar framsóknarflokkurinn lofaði 90% lánum til íbúðarkaupa fyrir kosningar árið 2003 að nú tækist þeim loksins ásamt sjálfstæðisflokknum að setja þjóðarbúið á hausinn. Vond spá sem rættist því miður.
Um svipað leyti vor bankarnir færðir í hendur fjárglæframanna sem höfðu stjórnmálamenn þessara flokka ásamt nokkrum stjórnmálamönnum í Samfylkingu í hendi sinni. Þeir höfðu ásamt viðskiptaráði og LÍÚ einnig löggjafarvaldið í hendi sinni. Allir þekkja nú sögur af mútugreiðslum til stjórnmálamanna sem uppnefndir hafa verið styrkir svona rétt eins og siðmenntað fólk hefur verið uppnefnt skríll.
Kerfið sem hannað hefur verið um skuldaránauð er í meginatriðum svona og þetta fyrirkomulag er bundið í lög sem mun vera einsdæmi í heimsbyggðinni:
Lán til húsnæðiskaupa eru jafngreiðslulán en eru þar að auki bundin við vísutölu, þ.e. verðtryggð. Þegar greitt er af lánum er verðtryggingarþættinum bætt við höfuðstólinn og fer þar af leiðandi að bera vexti. Við þetta myndast vaxtavextir eða það sem á erlendum málum er nefnt compounding effect og þekkist hvergi nema í okurlánastarfsemi.
Verðtryggingarhlutinn er í raun hluti nafnvaxta. Raunvextir samkvæmt fræðunum eiga að endurspegla almenna áhættu og tíma og verðtryggingarhluti vaxtanna á að endurspegla verðbólguáhættu. Í því kerfi sem hannað hefur verið til eignarupptöku hjá almenningi er hluti nafnvaxta lagður við höfuðstól til þess að skapa okurvaxtatekjur fyrir fjármálafyrirtæki.
Í kjölfar einkavæðingar bankanna var lögleitt fyrirkomulag sem heimilaði bönkum að innleiða mánaðarlegar afboganir. Bankarnir keyrðu mikinn áróður til þess að fá fólk til þess að breyta lánum á þann veg að það borgaði mánaðrlega af lánum sínum. Hvers vegna?
Fyrirkomulag með mánaðargreiðslum eykur okurvaxtagróða fjármálafyrirtækja. Í stað þess að verðbólguþátturinn leggist við höfuðstól einu sinni á ári og verði þar með vaxta og verðbólguberandi gerist þetta 12 sinnum á ári og áhrifin magnast. Í kjölfar bankahrunsins hefur ekki verið reynt að greina afkomu bankanna ef eingöngu er miðað við starfsemi þeirra innanlands, þ.e. ef glæpastarfsemin er undanskilin. Mikil eingaupptaka hefur átt sér stað á undanförnum árum. Fjármagnið streymdi frá Íslenskum fjölskyldum og til bankanna. Fjárglæframenn höfðu orðið sér út um gullnámu sem þeir notuðu til þess að færa glæpastarfsemi sína yfir í "alþjóðasamfélgið" og slógust í för með glæpamönnum á alþjóðavísu.
Framsóknarflokkur og sjálfstæðisflokkur brutu einnig stjórnarskránna þegar þeir fiktuðu við skattana með því að uppfæra fasteignamat til þess að auka lánshæfi íbúða auk þess sem áhrifin voru líka að fasteignargjöld hækkuðu og vaxta- og barnabætur þurrkuðust út hjá mörgum. Samfylking og Vinstri græn hafa því miður fylgt í kjölfarið hvað þetta varðar og hækka fasteignamat á eignum þrátt fyrir að markaðvirði þeirra sé að lækka.
Hvaða lærdóm eigum við að draga af þessu. Ég fyrir mitt leyti tel að varast beri að taka mark á kosningaloforðum flokkanna og líta frekar til athafna þeirra.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Stjórnsýslufræðingur
Sjálfstæðisflokkurinn og framsókn drógu þjóðina inn í skuldaklafa sem húseigindur sitja nú í. Þetta gerðu þeir með því að koma á kerfi sem hækkar jafnhraðan skuldir og þær eru greiddar niður:
The Icelandic government has designed a mortgage system that in affect brings ordinary people into dept-slavery.
Loans to homeowners are built into a system that is a mix of index regulated annuity loan.
Every month people pay amortisation and interest on the principal but a sum bonded with the consumer price index is also added every month to the principal. This creates a compounding affect, which causes the principal to ascend every month despite people paying their mortgage and interest. The interest rate is generally 4% to 6% but the index-regulated sum is often 6% on the principal.
The law imposes this system on homeowners so people do not have other options if they want to buy a home. This system has also made the Icelandic banks a goldmine for gold diggers. People start out lending maybe 60% of the marked price but end up paying back 200% to 300% of the marked price depending on the length of the period they are borrowing.
![]() |
Til í sæti á réttum forsendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Island fühlt sich ausgeplündert
![]() |
Atvinnuleysi mælist 9,3% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)