Icesave er leiðin til glötunar

Ég var spurð að því að erlendum blaðamönnum hvort Íslendingar fengju nokkurn staðar lán ef þeir höfnuðu Icesave.

Staðreyndin er sú að Íslendingar fá hvergi lán ef þeir samþykkja Icesave.

Hver við lána landi sem þarf að greiða lágmark 300 milljarða í vexti fyrir lán það sem hefur aldrei tekið heldur hefur höfuðstólinn lent í vösum glæpamanna?

Hver vill lána landi sem skuldbindur sig til þess að ábyrgjast greiðslu 700 milljarða sem eru faldir einhversstaðar á Tortóla (peningar gufa ekki upp heldur skipta bara um hendur) auk 150 milljarða sem sogið verðu úr Nýja Landsbankanum og fer beint í vasa Hollending og Breta hvort sem skrifað eru undir eða ekki. 

Segjum NEI við Icesave


mbl.is Segja nei þrátt fyrir viðvaranir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengsl AGS og Icesave

Það er hægt að setja Icesave upp í einfalt ferli. En það er svona:

  1. Skref: Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson úthlutiðu ríkisbanka til fjárglæframanna
  2. Skref: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde ferðuðust út um allar koppagrundir og sögðu Icesave eigendum að Björgólfur Thor væri heiðursmaður
  3. Skref: Bankarnir fara á hausinn þrátt fyrir ítrekuð ljúfmæli Ingibjargar Sólrúnar og Geir Haarde í garð Björgólfs Thors.
  4. Skref: Hryðjuverkalög, skortur myndast á fóðri fyrir grísi og hænsni, byrjað var að skipuleggja slátrun á öllu fiðurfé og grísum í landinu og lyfjaskortur er fyrirsjáanlegur
  5. Skref: Sigurjón Árnason tekur nokkra mánuði í að eyða skjölum rússnesku mafíunnar fyrir Landsbankann.
  6. Skref: Geir Haarde sendir Baldur Guðlaugsson og fleiri óhæfa einstaklinga til þess að semja um Icesave.  SJÁLFSTÆÐISMENN SKRIFA UNDIR FYRSTA ICESAVE. Lán til tíu ára með 6.7% vöxtum sem skal byrja að greiða af eftir skamman tíma. Samningurinn ber þó ekki ríkisábyrgð þar sem samið er fyrir hönd Tryggingarsjóðs en ekki liggur fyrir samþykki Alþingis um ríkisábyrgð
  7. Skref: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir samning við Íslensk stjórnvöld um að helmingur þjóðarinnar verði hrakinn úr landi og hver spræna virkjuð fyrir stóriðju, Icesave verði samþykkt og skuldaklafi lagður á landið sem gerir það að eign stóriðjunnar (Davíð Oddsson og Árni Matthiesen skrifa undir).
  8. skref: Þetta er PLAN A en PLAN B sem felur í sér áætlun um að bjarga fjölskyldum og menningu þjóðarinnar er ekki á borðinu.
  9. Skref: Búsáhaldabylting
  10. Skref: Vinstristjórn sem tekur sér stöðu hrunstjórnar og heldur áfram með PLAN A
  11. Skref: Steingrímur sendir Svavar og fleiri óhæfa einstaklinga til þess að semja um Icesave. Þegar Bretar og Hollendingar sá hvers var ákváðu þeir að taka Íslendinga á heimskunni og á kajann mætti Svavar með einhverja mestu samningsómynd sem um getur. Þetta kallaði Steingrímur glæsilegan samning.
  12. Skref: Aðildarumsókn að ESB sem er skilyrði Jóhönnu fyrir að samþykkja PLAN A og gefa skít í þjóðina og PLAN B
  13. Skref: Ríkisstjórn samfylkingar og vinstri grænna samþykkja formlega PLAN A Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Jóhanna gefur út opinbera yfirlýsingu um að ekki sé til staðar neitt PLAN B (Steingrímur J Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir skrifa undir þennan samning)
  14. Skref: LÍÚ og erlend stóriðja arðræna Íslendinga sem aldrei fyrr. Leynilegir orkusamningar við stóriðjuna eru brot á reglum ESB því lágt orkuverð verður ekki túlkað sem annað en ríkisstyrkur (tekið úr vasa Íslenskara skattgreiðenda svona rétt eins og menn hyggjast gera gagnvart skuldum Björgólfs Thors)
  15. Skref: Andófið fer aftur að magnast því Íslenska þjóðin vill PLAN B.
  16. Skref: Forseti Íslands Herra Ólafur Ragnar Grímsson gengur í lið með þjóðinni og brýtur út af reglum PLANS A með því að hafna því að skrifa undir lög um ríkisábyrgð.
  17. Skref: Þjóðin segir NEI við Icesave.

mbl.is Tugi milljarða ber enn á milli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmönnum boðið

Framfarir í íslenskum stjórnmálum og þróun siðmenningar í íslenskri stjórnsýslu síðustu tuttugu árin sýna að valist hafa einstaklingar til forystu í þjóðfélaginu sem skortir bæði siðferði og vitsmuni til þess að sinnaþví forystuhlutverki þeim hefur verið treyst fyrir.

Almenningur vill nú lýsa áhyggjum sínum af þessu ástandi með stofnun Alþingis götunar. Þér er boði á Hlemm við laugarveg næstkomandi laugardag kl. 14.00 til þess að tak þátt í þessum merkisatburði.

Verjum framtíð barna okkar og látum Björgólf Thor um að greiða skuldir sínar.

Bestu kveðjur

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ekki vildi ég mæta refsivendi Þórólfs ef ég hefði gert eitthvað af mér

Icesave

 

Ríkisábyrgð               750.000.000.000

Vextir                        300.000.000.000

Gr. úr LSB framhjá     150.000.000.000

 

Heild                        1.200.000.000.000

 

Fjárhæð á Íslending 3.850.000

Á meðal fjölskyldu    15.000.000

Ekki vildi ég mæta refsivendi Þórólfs ef ég hefði í raun gert eitthvað af mér.


Bloggfærslur 5. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband