Icesave er leiðin til glötunar

Ég var spurð að því að erlendum blaðamönnum hvort Íslendingar fengju nokkurn staðar lán ef þeir höfnuðu Icesave.

Staðreyndin er sú að Íslendingar fá hvergi lán ef þeir samþykkja Icesave.

Hver við lána landi sem þarf að greiða lágmark 300 milljarða í vexti fyrir lán það sem hefur aldrei tekið heldur hefur höfuðstólinn lent í vösum glæpamanna?

Hver vill lána landi sem skuldbindur sig til þess að ábyrgjast greiðslu 700 milljarða sem eru faldir einhversstaðar á Tortóla (peningar gufa ekki upp heldur skipta bara um hendur) auk 150 milljarða sem sogið verðu úr Nýja Landsbankanum og fer beint í vasa Hollending og Breta hvort sem skrifað eru undir eða ekki. 

Segjum NEI við Icesave


mbl.is Segja nei þrátt fyrir viðvaranir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Málið er mjög einfalt og skýrt, Icesave reikningarnir koma íslenskum almenningi ekkert við. Það voru reyndar íslenskir glæpamenn sem stálu peningunum en Bretar og Hollendingar geta bara farið eftir Evróputilskipunum og sótt málið í innstæðutryggingasjóði sem aftur getur sett hræið af Landsbankanum upp í kröfurnar. Íslenskir skattgreiðendur hafa ekkert með þetta mál að gera, eiga enga aðild af því á einn eða annan hátt svo fáránlegt er að ríkisstjórnin skuli reyna allt sem hún getur til að fá að borga brúsann ...láta íslenskan almenning borga brúsann. Stöndum fast á rétti okkar og höfnum greiðsluskyldu og öllum kröfum varðandi þetta Icesave mál.

corvus corax, 5.3.2010 kl. 08:05

2 identicon

Fyrir utan það að við eigum ekkert með þetta að gera þá eigum við ekki að þurfa lán frá einum né neinum til að endurreisa hrunið kerfi , það kemur bara til með að hrynja aftur . Það þarf bara að láta fólkið ganga framyfir ''eignamenn'' og peninga og byggja upp nýtt kerfi PUNKTUR!

Valdi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 08:07

3 Smámynd: Jón Lárusson

Sammála Valda, bendi á www.umbot.org og þær lausnir sem þar eru reyfaðar.

Jón Lárusson, 5.3.2010 kl. 08:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg hárrétt hjá þér Jakobína Ingunn, hvernig eiga menn að treysta okkur til að halda utan um og greiða af lánum, þegar við látum þjófana halda því sem þeir hafa stolið og fá óáreittir að eiga áfram þýfið?  Það er bara ekki hægt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2010 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband