2010-05-21
Og ástandið á eftir að versna
Grein á Svipunni:
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur að markmiði að gera skuldir útrásarliðslins að skuldum almennings. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn notar markvissa áróðurstækni til þess að telja almenningi trú um að árangur hans sé góður árangur fyrir þjóðina. Gjörningar sem fela í sér að gera skuldir Björgólfs Thors að skuldum skattgreiðenda eru birtar sem góðar fréttir. Oftar en ekki tekst vel upp við notkun þessarar tækni vegna þess að efnahagsmál eru abstrakt og ógagnsæ fyrir hinn almenna borgara. Nýjasta dæmi um þetta kemur frá besta vini Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Má Guðmundssyni. Már hefur, að mínu mati, dinglað í Seðlabankanum í spotta Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og haldið uppi háum stýrivöxtum sem í raun er atlaga að smá- og meðalstórum fyrirtækjum og skuldugum fjölskyldum.
Nýjasta dæmi um skrítinn fréttaflutning eru fréttir af kaupum Seðlabankans á dótturfyrirtæki Landsbankans, Avens í Lúxemborg. Þessi eign hefur þann ágalla að vera útlán í Íslenskum krónum. En eins og mönnum er að verða ljóst þá stálu terroristarnir öllum útlenskum peningunum úr bönkunum. Einnig komust þeir yfir allan erlendan gjaldeyrir Seðlabankans með aðstoð Davíð Oddsonar. Davíð Oddson var síðan gerður að tákngervingi gjaldþrots seðlabankans en hann starfaði eftir stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins rétt eins og Már Guðmundsson gerir núna.
Strákarnir sem léku sér að sjóðum landsmanna voru gerðir að tákngervingum bankahrunsins þótt starfað væri eftir reglum sem ESB og stjórnmálamenn settu og farið væri eftir stefnu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur mótað og keyrt áfram í áratugi.
Seðlabankinn varð í raun gjaldþrota árið 2008. Raungengi krónunnar sem valdhafarnir hafa nú fundið upp nýtt nafn á og kalla aflandsgengi er 250 kr. fyrir evruna. Gervigengi, 160 fyrir evruna, er haldið uppi á Íslandi með gjaldeyrishöftum og háum stýrivöxtum. Þetta er gert til þess að viðhalda innflutningi og neyslu í landinu en erlendir fjárfestar geta komið inn í landið með krónur sem þeir kaupa á genginu 250/1.
Hvað þýða þá kaup Seðlabankans á Avens B.V sem var dótturfyrirtæki Landsbankans í Luxemborg sem heldur utan um krónueignir útlendinga sem hafa myndast t.d. í s.k. Jöklabrefaviðskiptum. Jú Seðlabankinn er að sprauta erlendum gjaldeyri í skiptum fyrir íslenskar krónur til þess að beila út erlenda fjárfesta, íslenska fjárglæframenn og þóknast Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem hefur lítnn áhuga á velferð almennings.
Hvað þýðir þessi gjörningur fyrir Íslenskan almenning sem fær þær fréttir að gjörningurinn sé góður? Hvar fær seðlabankinn gjaldeyri til þess að greiða fyrir þessi skuldabréf sem eru krónueign? Jú, þessi gjaldeyrir er fengin að láni hjá alþjóðagjaldeyrissjóðnum að mig minnir á um 4% vöxtum sem greiða þarf í gjaldeyri. Skuld sem íslenskum skattgreiðendum framtíðarinnar er ætlað að borga og vextir sem íslenskum skattgreiðendum er ætlað að borga. Ávöxtun af Avens fyrirbærinu má hins vegar ætla að sé í íslenskum krónum.
Í frétt á Vísi segir: Hollenska fjármálafyrirtækið Avens B.V. var stofnað af Landsbankanum sumarið 2008 gagngert til að mjólka Seðlabanka Lúxemborgar (BCL) um 100 milljarða kr. Sagt er að Sigurjón Árnason þáverandi bankastjóri Landsbankans hafi átti hugmyndina að þessari fléttu. Það er merkileg túlkun Más á þessum gjörningi en hann telur að gjaldeyrir sem tekin er að láni og notaður til þess að kaupa krónueignir erlendis lækki erlendar skuldir þjóðarbúsins. Helstu áhrif þessa gjörnings er að skuldir Landsbankans (Björgólfs Thors gæludrengs Össurar og Samfylkingar) eru gerðar að skuldum almennings. Helstu rök Más virðist mér liggja í því að hann reiknar annarsvega gengi í raungengi (s.k. aflandsgengi) og hinsvegar beltis og axlabandagengi sem framleitt er með gjaldeyrishöftum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Stjórnsýslufræðingur
![]() |
Erfið staða hjá 40% heimila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)