Og ástandið á eftir að versna

Grein á Svipunni:

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur að markmiði að gera skuldir útrásarliðslins að skuldum almennings. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn notar markvissa áróðurstækni til þess að telja almenningi trú um að árangur hans sé góður árangur fyrir þjóðina. Gjörningar sem fela í sér að gera skuldir Björgólfs Thors að skuldum skattgreiðenda eru birtar sem góðar fréttir. Oftar en ekki tekst vel upp við notkun þessarar tækni vegna þess að efnahagsmál eru abstrakt og ógagnsæ fyrir hinn almenna borgara. Nýjasta dæmi um þetta kemur frá besta vini Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Má Guðmundssyni. Már hefur, að mínu mati, dinglað í Seðlabankanum í spotta Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og haldið uppi háum stýrivöxtum sem í raun er atlaga að smá- og meðalstórum fyrirtækjum og skuldugum fjölskyldum.

Nýjasta dæmi um skrítinn fréttaflutning eru fréttir af kaupum Seðlabankans á dótturfyrirtæki Landsbankans, Avens í Lúxemborg. Þessi eign hefur þann ágalla að vera útlán í Íslenskum krónum. En eins og mönnum er að verða ljóst þá stálu terroristarnir öllum útlenskum peningunum úr bönkunum. Einnig komust þeir yfir allan erlendan gjaldeyrir Seðlabankans með aðstoð Davíð Oddsonar. Davíð Oddson var síðan gerður að tákngervingi gjaldþrots seðlabankans en hann starfaði eftir stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins rétt eins og Már Guðmundsson gerir núna.

Strákarnir sem léku sér að sjóðum landsmanna voru gerðir að tákngervingum bankahrunsins þótt starfað væri eftir reglum sem ESB og stjórnmálamenn settu og farið væri eftir stefnu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur mótað og keyrt áfram í áratugi.

Seðlabankinn varð í raun gjaldþrota árið 2008. Raungengi krónunnar sem valdhafarnir hafa nú fundið upp nýtt nafn á og kalla aflandsgengi er 250 kr. fyrir evruna. Gervigengi, 160 fyrir evruna, er haldið uppi á Íslandi með gjaldeyrishöftum og háum stýrivöxtum. Þetta er gert til þess að viðhalda innflutningi og neyslu í landinu en erlendir fjárfestar geta komið inn í landið með krónur sem þeir kaupa á genginu 250/1.

Hvað þýða þá kaup Seðlabankans á Avens B.V sem var dótturfyrirtæki Landsbankans í Luxemborg sem heldur utan um krónueignir útlendinga sem hafa myndast t.d. í s.k. Jöklabrefaviðskiptum. Jú Seðlabankinn er að sprauta erlendum gjaldeyri í skiptum fyrir íslenskar krónur til þess að beila út erlenda fjárfesta, íslenska fjárglæframenn og þóknast Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem hefur lítnn áhuga á velferð almennings.

Hvað þýðir þessi gjörningur fyrir Íslenskan almenning sem fær þær fréttir að gjörningurinn sé góður? Hvar fær seðlabankinn gjaldeyri til þess að greiða fyrir þessi skuldabréf sem eru krónueign? Jú, þessi gjaldeyrir er fengin að láni hjá alþjóðagjaldeyrissjóðnum að mig minnir á um 4% vöxtum sem greiða þarf í gjaldeyri. Skuld sem íslenskum skattgreiðendum framtíðarinnar er ætlað að borga og vextir sem íslenskum skattgreiðendum er ætlað að borga. Ávöxtun af Avens fyrirbærinu má hins vegar ætla að sé í íslenskum krónum.

Í frétt á Vísi segir: „Hollenska fjármálafyrirtækið Avens B.V. var stofnað af Landsbankanum sumarið 2008 gagngert til að mjólka Seðlabanka Lúxemborgar (BCL) um 100 milljarða kr. Sagt er að Sigurjón Árnason þáverandi bankastjóri Landsbankans hafi átti hugmyndina að þessari fléttu.“ Það er merkileg túlkun Más á þessum gjörningi en hann telur að gjaldeyrir sem tekin er að láni og notaður til þess að kaupa krónueignir erlendis lækki erlendar skuldir þjóðarbúsins. Helstu áhrif þessa gjörnings er að skuldir Landsbankans (Björgólfs Thors gæludrengs Össurar og Samfylkingar) eru gerðar að skuldum almennings. Helstu rök Más virðist mér liggja í því að hann reiknar annarsvega gengi í raungengi (s.k. aflandsgengi) og hinsvegar beltis og axlabandagengi sem framleitt er með gjaldeyrishöftum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Stjórnsýslufræðingur


mbl.is Erfið staða hjá 40% heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Svona gerist þegar þraungsínum og misgáfuðum stjórnmálamönnum er ýtt út og sópað af elligeðdeildum og Kleppi og það pakk sett í staðinn....

Óskar Guðmundsson, 21.5.2010 kl. 20:24

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Skarpari sannanir fyrir jafngreiðslufalsinu. Var að uppfæra.

Júlíus Björnsson, 22.5.2010 kl. 00:26

3 identicon

Ef ég skil þig rétt þá er ástandið AGS, núverandi stjórn seðlabankans, núverandi ráðamönnum, ESB og útrásarliðinu að kenna. Hvað varðar EES, sem við gerðumst aðilar að undir stjórn Davíð Oddsonar, þá voru engar kröfur af hálfu ESB um lélega fjármálastjórn né lítið aðhald á Íslandi. Ef ég man rétt, þá vorum við einmitt gangrýnd harkalega af mörgum evrópskum bönkum og stofnunum, t.d. Danske Bank, OECD, og AGS fyrir að taka ekki til í ríkisfjármálunum fyrir kreppu. Þessu virðist sumt fólk vera búið að gleyma í dag. Aftur á móti þá voru mörg matsfyrirtæki, með fáránlegar lánshæfiseinkunnir fyrir bankana, og Ísland, en um leið og þeir byrjuðu að lækka, þá kom Davíð Oddson m.a. fram í bresku sjónvarpi, og sagði bankakerfið standa traustum fótum vorið 2008.

Almennt þá er ég ekki ósammála þér, ég tel að útrásaliðið bera gríðarlega ábyrgð á kreppunni, en margt fólk sem var í ábyrgðarstöðum ber einnig ábyrgð, þar á meðar fyrrverandi ríkisstjórn, fyrrverandi stjórn seðlabankans, sem og stjórn FME. Og núverandi stjórn hefur jú síður en svo hjálpað til við að leysa vandann. Gjaldeyrishöftin (sem voru sett á af fyrrverandi ríkisstjórn og seðlabankanum), eru gríðarlegt vandamál sem hefur ábyggilega veikt krónuna meira en styrkt. Háir vextir, hafa á sama tíma séð til þess að eigendur krónubréfa hafa ávaxtað féð sitt, á meðan fyrirtæki landsins, sem og almenningur hefur þurft að borga brúsann!

Eitt stærsta vandamálið í dag er hins vegar gríðarlegur halli ríkissjóðs, tæpir 100 milljarðar. Það þarf að skera niður útgjöld ríkissins um 25%, eða hækka skatta sem því nemur. Eins lengi og þetta vandamál er ekki leyst, þá getum við ekki sparkað AGS út úr landinu, enda eru það þeir sem í raun fjármagna hallann. Og ef maður á að vera raunsær, þá hverfur þetta vandamál ekki bara við að skifta út núverandi ríkisstjórn. Doði núverandi ríkisstjórnar við að koma atvinnulífinu af stað hefur þó síður en svo hjálpað.

Bjarni (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 05:33

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er merkilegt með þessa þörf fyrir AGS. Krafa AGS er að Íslenskir skattgreiðendur beili út jöklabréfabraskara og sresku og hollensku ríkisstjórninar.

Samanlagt eru útgjöldin vegna þess mun hærri en lánin frá AGS.

Þetta eru útgjöld sem engan veginn er réttlætanlegt að færa yfir á skattgreiðendur

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.5.2010 kl. 12:42

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

AGS er í hlutverki milligöngu manns milli Íslands og helstu viðskiptaríkja. Viðskiptajöfnuðurinn að kröfu lándrottna er aðalatriðið og Ríkistjórnin sér um útfærslurnar. Svo sem skiptingu greiðslubyrðarinnar. AGS kemur siðspilltum ríkisstjórnum einkar vel því almenningur kaupir grýlukenninguna um AGS.

Júlíus Björnsson, 23.5.2010 kl. 13:56

6 Smámynd: Þórdís Bachmann

Takk fyrir að vekja athygli á óraframleiðslunni á Íslandi í dag, Jakobína.
Kominn tími til að einhverjir geri það, og endurtaki það eins oft og þurfa þykir.
Það eru einfaldlega öll fjöreggin á lofti.

Fæ líka að vekja athygli á þessu, frá Sigrúnu Davíðsdóttir, finansfréttaritara prima:
,,Í fréttatilkynningu Magma segir: “Til að tryggja að orkuauðlindir yrðu í almannaeigu keypti Reykjanesbær allar auðlindir HS Orku af félaginu og nú leigir bærinn HS Orku nýtingarréttinn að orkuauðlindunum í samræmi við gildandi lög þar um – og nærsamfélagið nýtur arðsins.”
Kannski skilur einhver hvaða trygging felst í þessu, hún er þó ekki auðsæ og oft hægt að smeygja sér hjá gildandi lögum, samanber sænska skúffufélagið – en forstjóri og aðaleigandi Magma er hins vegar ánægður með þá þekkingu og reynslu sem fylgir með í kaupunum – og sem muni styrkja Magma í sókn á alþjóðlega markaði. (!)
Og Magma ætlar að sækja fé í íslensku lífeyrissjóðina sem hafa vonandi lært að vera gagnrýnir fjárfestar."
Hugsið ykkur, það eru tæp tvö ár frá hruni og við erum ennþá á strandstað - núna er bara verið að segja okkur að við séum
þar alls ekki. Og að ríkisstjórnin, yfir bráðum mannauðnarríkinu, sé í þrotlausu puði - en það segir enginn að hún sé að puða fyrir okkur, og frankly efa ég það stórlega.
,,Magma ætlar að sækja fé í íslensku lífeyrissjóðina."

Er fólk gersamlega öllum heillum horfið, á Íslandi í dag?

Þórdís Bachmann, 23.5.2010 kl. 22:46

7 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Góð grein takk fyrir.

Ein spurning sem þarf að svara, hvers vegna þarf Seðlabanki að hoppa úr ca. 70 kr dollarinn og upp í ca. 130 Kr. Við hrunið. Hafa ráðamenn gefið skynsamleg svör ?

Ég veit svarið. Að kröfu IMF. Til að skemma lífskjör okkar verulega, og þjóna auðvaldsöflunum.

Frá: http://www.icelandcrash.com/how-bad-will-this-get.html

COMMENT FROM JOHN HOEFLE ECONOMIST.

From what I've seen Iceland was basically turned from a productive economy into an offshore speculative playground by the British Empire, which looted it and now demand that it surrender its sovereignty to the IMF in return for loans. Loans from the IMF are a trap, which generally works this way: The IMF gives a nation a loan, but the money actually goes to the international banks to which the nation owes money. In reality, the banks get the money and the nations get the debt. Under IMF conditionalities, the nation is unable to pay back that debt--this is often done by forcing the nation to devalue its currency, and since the debt is denominated in dollars or some other foreign currency, the devaluations mean that a larger percentage of the nation's GDP must go to debt service. When the nation is unable to meet its payments, the IMF will make it another loan, with further conditionalities applied, resulting in a greater debt than ever before. Pretty soon, the nation is a debt slave to the international banks.

This process has played out repeatedly in Ibero-America, where nations have paid bank far more than they initially borrowed, yet owe more than ever. This the Venetian method, using financial warfare to bankrupt a nation, lending it money under the guise of helping, and then using more financial warfare to bankrupt it again, until the debt burden becomes so great that it cannot escape. What we here in the States call "loan-sharking" is based upon that concept.

The IMF is not your friend, it is the enforcer for the Venetian debt-slavery system. If you let it in, it will eat you alive.

We believe that the collapse is on, and that it will hit far faster than people imagine. That is part of the reason people are so opposed to the Obama health-care plan--the man who is supposed to be helping them is instead proposing to kill them, while protecting the international banks. The good news is that a political revolt has started, with Congressmen getting verbally battered in their districts on the health-plan issue, so much so that they and the President are basically going into hiding. A sea-change is occurring,now.

Skoðið : http://www.larouchepac.com/webcasts/20100508.html

Birgir Rúnar Sæmundsson, 24.5.2010 kl. 00:56

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Íslendingar hafa verið blekktir til að taka verðtryggð íbúðalán á jafngreiðsluformi sagt fylgja neysluvísutölu og með föstum vöxtum og verðbótum.

Hinsvegar mun fáir skilja hvað verðbætur standa fyrir: þær standa fyrir minnst 20% hækkun fastagjaldsins umfram neysluvístölu ef ef verðbólga er meir en 2,5% á ári í 4 ár. Glitnir sjá linkinn hér fyrir ofan kallar þetta "Nasty prize" .

Þessar svo kölluðu verðtryggðu raunvirðisvaxtabætur eru svo hreinsaðar með því að Íbúðalánsjóður er látinn taka kúlulán með Nasty Prize skilmálum.  Tapið skilar sér svo í Kauphöll og hluthafa fjármálgeirann og hann sýnir svo ekki of mikla raunávöxtun í uppgjörum. Þetta er svo kvikindslegt gagnvart almennum launþegum að ég gæti vel trúað að helstu viðskiptalönd okkar noti þetta til að fjárkúga ríkisstjórninar. Skrifa undir ICE-save með Nasty-Prize samningi.

Júlíus Björnsson, 24.5.2010 kl. 02:06

9 identicon

Því miður þá er halli ríkissjóðs ekki vegna greiðsu á jöklabréfum (sem eru í raun erlend lán), heldur vegna lítilla tekna miðað við útgjöld ríkissjóðs. Þess vegna verður að skera niður í ríkissjóði til þess að við getum komist yfir þessa lánafíkn. Ég vill ekki vera þræll erlendra ríkja, né AGS, og þess vegna þarf að reka ríkissjóð með hagnaði sem fyrst. Því miður þá krefst þetta gríðarlegs niðurskurðar og/eða skattahækkana.

Þetta vandamál hverfur heldur ekki við það eitt að ný ríkisstjórn taki við. En hún gæti þó þorað að taka á þessu erfiða máli, ólíkt núverandi ríkistjórn, sem gerir lítið sem ekki neitt í málunum.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 10:41

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil ekki vera þræll Íslensks hluthafafjármálgeira, sem fjármagnar sig með verðbóta[Nasty prize] launþegalánum og endur fjármagnar með [nasty prize] kúlulánum.

Júlíus Björnsson, 24.5.2010 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband