![]() |
Meirihlutaviðræður í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Grein á Svipunni eftir Jakobínu Ólafsdóttur.
Bjarni Ben og Hanna Birna trúa því að stefna flokksins sé góð og að hann hafi unnið mikinn kosningasigur. Steingrímur talar að venju um að hann hafi tekið við vondu búi og þess vegna þurfi hann ekki að standa við stefnu síns flokks. Sigmundur Davíð fer fram á svipuðum nótum en Jóhanna Sigurðardóttir er eini formaður hinna hefðbundnu flokka sem spyr sig um þýðingu kosningaúrslita í Reykjavík.
Jón Gnarr hefur á fyrsta degi valdið mér vonbrigðum. Hann þræðir hina hefðbundnu sjálftökuleið flokkanna og ætlar bara sjálfur að verða borgarstjóri. L listinn á Akureyri ætlar að vanda valið á bæjarstjóra og auglýsa stöðunna. Á Akureyri er raunverulegur vilji til þess að umskapa stjórnmálin og beita fagmennsku við skipun bæjarstjóra. Fyrstu skref Jóns Gnarr vekja þá spurningu hvort við séum ekki bara komin með enn einn vonda flokkinn í Reykjavík.
Besti flokkurinn nær yfirráðum í borginn í skjóli mikilla óreiðu, spillingar og leynimakks sem viðgengist hefur í hinum hefðbundnu flokkum. Það er einkennandi fyrir stjórnmálflokka og stjórnsýslu að stöður eru skipaðar einstaklingum sem ekki spyrja sig hvort þeir séu hæfir til þess að takast á við þær stöður sem þeir sækjast eftir. Þeim finnst þeir bara eiga skilið að skipa þessar stöður. Nú finnst Jóni Gnarr að hann eigi skilið að verða borgarstjóri.
Hann spyr ekki hvað íbúar í Reykjavík eiga skilið. Að þessu leyti er hann samdauna hefðbundnum hugsunarhætti í íslenskri stjórnsýslu. Þetta vekur auðvitað spurningar um það hvað honum finnst um vini sína og hvað honum finnst að þeir eigi skilið.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Stjórnsýslufræðingur
![]() |
Tökum yfirvegaðar ákvarðanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-05-30
Hver er þessi hatursáróður?
Merkilegt hvað hinir sem settu þjóðarbúið á hausinn geta sýnt mikinn hroka.
Gagnrýni á sjálfstæðisflokk á meira skylt við skynsemi en áróður.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur meti stöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Merkilegt að sjá Hönnu Birnu fagna sigri sjáfstæðisflokks. Afneytun á háu stigi.
Jóhanna má eiga það að hún skynjar skilaboð almennings.
![]() |
Endalok fjórflokkakerfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |