Gengið hart gegn konum

Það hefur verið gengið hart gegn konum bæði fyrir og eftir hrun.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr búum við í karlægu samfélagi þar sem konum er jafnan bolað frá nema þá kannski helst þeim sem beygja sig undir peningavaldið. 

Stjórnvöld ganga jafnan á snið við reglur og lög en það hefur meðal annars leitt til þess að jafnréttislög og jafnréttissjónarmið eru hunsuð. 

Fyrri ríkisstjórnir hafa unnið markvisst gegn eðlilegu og réttlátu samfélagi þar sem hæfni og góðir mannkostir ráða ferð við val á fólki í störf og trúnaðrastöður. 

Þóra Kristín er einn af okkar hæfustu fjölmiðlamönnum en virðist nú og kannski þess vegna vera skotspónn þeirra sem ekki kæra sig um gagnrýnar raddir í fjölmiðlum.

 


mbl.is Fjölmiðlakonur harma átök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Firring í fjölmiðlun

Hvers vegna spyrja fjölmiðlar ekki Steingrím Joð um áhrif veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur engar áhyggjur af atvinnuleysi á Íslandi og þeirri depurð sem atvinnuleysi kallar yfir þá sem gerðir eru útlægir af atvinnumarkaði.

Nokkrar handtökur hafa fyrst og fremst þann tilgang að friðþægja almenning á meðan landið er rænt. 

Ríkisstjórnin miðar að því að auka landsframleiðslu en ekki á þann hátt að það hafi áhrif til hins betra á atvinnusköpun.

 Aðgerðir ríkisstjórnar og útrásarvíkinga sem fara með völdin í fjármálalífinu miða að því að koma auðlindum á hendur fárra einkaaðila og tryggja þeim gróða af auðlindunum. 


mbl.is Gerir athugasemd við fréttaflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband