2010-07-13
Pissar í skóinn sinn
Sú ómynd sem er á skattkerfinu í dag er að mestu sköpunarverk sjálfstæðisflokksins.
Er Bjarni Benediktsson búin að gleyma að sjálfstæðisflokkurinn gaf glæpamönnum bankanna?
Er Bjarni Benediktsson búin að gleyma að 50 ríkisfyrirtæki sem byggð höfðu verið upp með almannafé voru seld innmúruðum fyrir hraksmán?
Hver keypti Granda...eða SR mjöl...og fleiri fyrirtæki...hvers vegna eru samningarnir að þessu ekki opinberir...?
Í valdatíð sjálfstæðisflokks var virðisaukaskattur lækkaður á matvælum en sú aðgerð hafnaði í vasa kaupmanna.
Ýmsar leikfléttur voru hafðar uppi við að auka skatttekjur ríkissjóðs t.d. hækkun fasteignamats sem dró úr vaxtabótum og barnabótum.
Tekjuskattur er eingöngu lagður á fyrirtæki sem bera hagnað og þola að taka þátt í samneyslunni með því að greiða skatta. Þennan skatt keyrðu sjálfstæðismenn niður.
Ekki nóg með það heldur létu þeir það átölulaust að gríðarlegum fjárhæðum var stungið undan og málamyndagjörningar viðhafðir til þess að tryggja að fyrirtækin tækju ekki þátt í að fjármagna samneysluna í landinu sem þau eigi að síður nýta hvað mest.
Sjálfstæðisflokkurinn kom af stað vítahring sem setti þjóðarbúið á hausinn. Forsætisráðherrarnir sem stjórnuðu þessari ómynd eru:
Davíð Oddsson
Halldór Ásgrímsson
og Geir Haarde.
![]() |
Falleinkunn fyrir ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2010-07-13
Leggst sífellt í dróma
Umræðan beinist sífellt að aðgerðum sem fjötra samfélagið í aðgerðaleysi og stöðnun. Áhyggjur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins beinast að aðgerðum sem tryggja yfirráð fjarmálakerfisins sem lúrir á fjármagninu eins og ormur á gulli.
Hugmyndafræði AGS byggir á því að fjármálakerfið lifi sjálfstæðu lífi. Að fjármálakerfið skuli bólgna út og vera feitt. Náttúruauðlindir eru í hugmyndafræði réttmætt skotmark alþjóðafyrirtækja sem vilja ná verðmætasköpuninni úr landinu og færa hana í hendur aðalsins.
Fjármálakerfi er ekki í sjálfu sér verðmætaaukandi. Verðmætin verða til við umbreytingu auðlinda. Með því að nýta þekkingu og mannauð verður óbeisluð náttúra og kraftur mannsins að söluvöru sem aflar tekna og bætir mannlífið. Með því að selja auðlindir og gera fjármálakerfið að blóðsugu á landsmönnum er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að dæma komandi kynslóðum döpur örlög.
Núverandi ráðamenn á Íslandi eru sjóðnum auðveldur leiksoppur. Flugfreyjan og jarðfræðingurinn trúa í sakleysi sínu á kenningar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Líta á sig sem bjargvætti þjóðarinnar og að björgunaraðgerðirnar felist í því að gera Íslendinga að skattgreiðendum í Bretlandi og Hollandi. Að færa auðlindirnar í hendur erlendra fjárglæframanna. Að innheimta ólöglegar álögur á skuldara. Að hækka skattaálögur. Að brjóta niður velferðakerfið.
Kenningarnar eru fullar þversagna. Gjaldeyrisvaraforði Íslands hefur aldrei verið eins sterkur og hann er nú en samt sem áður telja ráðamenn nauðsynlegt að afsala valdi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins með gengdarlausum lántökum og skuldsetningu ríkissjóðs.
Hér er ágæt grein um vandann og ég vek einnig athyglii á ágætum pistlum hér og hér
![]() |
Útilokar ekki skattahækkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)