Kjaftar af sér kreppuna

Trichet virðist hafa tekið íslenska ráðamenn sér til fyrirmyndar og gera heiðarlega tilraun til þess að kjafta af sér kreppuna.

það er þó merkilegt hvernig margir hamast nú við að skapa þá ímynd að vinstristjórnin sé að búa til kreppuna sem sjálfstæðismenn sköpuðu með glæpsamlegu framferði.

Helsti vandi almennings er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar landinu, Jóhanna og lið hennar í Samfylkingu eru tilbúin til þess að fórna velferð almennings fyrir inngöngu í ESB og það virðist vera orðið lögmætt í Evrópu að leggja niður velferðakerfi.

Það má vel spara hjá hinu opinbera með því að leggja niður bitlingastöðurnar sem sjálfstæðismenn stofnuðu, afnema ofureftirlaunakerfi stjórnmálamanna, reka vanhæfa ríkisforstjóra, leggja niður seðlabankann sem helst virðist sinna því hlutverki að safna skuldum og halda uppi ofurvöxtum, koma á laggirnar þjóðhagsstofnun sem byggir á atgervi en ekki bitlingaráðningum.

 Þá væri ekki úr vegi að skattleggja eldra fólk sem fékk óverðtryggð lán og dreifa þannig kreppubyrðinni. 


mbl.is Óttast ekki nýja kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband