Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn og framtíðarsýn hans

Vissulega var það áfall fyrir ríkissjóð að seðlabankinn varð tæknilega gjaldþrota rétt fyrir hrun.

Ríkissjóður hafði þá um í nokkur ár gefið út ríkiskuldabréf sem jöklabréfaseljendur fjárfestu í til þess að geta endurgreitt kaupendum jöklabréfa krónuskuldir. 

Við gengishrunið urðu jöklabréfaútgefendur, sem eru erlendar bankastofnanir, illa úti með ríkisskuldabréfaeignir sem höfðu hrunið í verðmætum samsvarandi hruni krónunnar.

 Már Guðmundsson hefur m.a. fengist við að beila þessa eigendur út með hundruð milljarða sem taka þarf að láni í erlendri mynt. 

Ríkisstjórnin er að semja um sexhundruð milljarða lán í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Mér skilst að fjármunirnir séu geymdir á reikningi í bandaríkjunum sem greiðir mun lægri vexti en það sem íslendingar þurfa að greiða AGS fyrir lánin. Vaxtamunurinn mun vera um fimm milljónir á dag. 

Árið 2005 var gjaldeyrisvaraforðinn um 67 milljarðar. Síðast þegar ég kynnti mér stöðu gjaldeyrisvaraforðans var hann um 500 milljarðaren eigi að síður lætur ríkisstjórnin Alþjóðagjaldeyrissjóðinn telja sér trú um að nauðsynlegt sé að skuldsetja ríkissjóð um hundruð milljarða til þess að byggja enn stærri varaforða. 

Þetta þýðir að hundrað milljarðar af tekjum ríkissjóðs fara í það að greiða vexti af erlendum skuldum. Varla verður nokkurn tíma hægt að greiða niður höfuðstólinn ef tekið er mið af vöruskiptajöfnuði komandi ára og vart þessa gríðarlegu vexti sem þá munu leggjast við höfuðstól og auka enn vanda þjóðarbúsins.  Vextir greiddir með erlendri mynt en það mun hinsvegar skaða raunstöðu gjaldeyrisvaraforðans. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er hægt og sígandi að draga Ísland inni í mjög varhugavert ástand.

Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn skiptir sér að lagasetningu á Íslandi

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er mótfallinn því að farið sé að dómi hæstaréttar

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er er mótfallinnn leiðréttingu stökkbreyttra lána

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er mótfallinn því að ríkissjóður sé að sólunda fé í heilbrigðis- og menntakerfi

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn styður að Íslendingar leggi á flótta en kjörlendi sjóðsins eru láglaunasvæði þar sem stóriðja og alþjóðlegir auðhringir geti athafnað sig.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn styður löngu úreltar villukenningar um hagkerfi. Kenningar sem hannaðar hafa verið til þess að tryggja fámennum hópi gengdarlausann aðgang að fjármagni en keyrir stórann hluta mannkyns í sára fátækt.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn styður að ríkisstjórnir skuldsetji gengdarlaust ríkissjóði og missi þar sjálfdæmi um málefni viðkomandi þjóða.

Á teikniborði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er land í miðju Atlandshafi sem býr yfir miklum auðlindum. Auðlindum sem alþjóðlegir auðhringir og fjárglæframenn ásælast. 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vinnur að því að skapa kjörlendi fyrir fyrir þá sem vilja færa auðlindarentuna úr landi.

 Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

 


mbl.is Fimmta hver króna í vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband