Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn og framtíðarsýn hans

Vissulega var það áfall fyrir ríkissjóð að seðlabankinn varð tæknilega gjaldþrota rétt fyrir hrun.

Ríkissjóður hafði þá um í nokkur ár gefið út ríkiskuldabréf sem jöklabréfaseljendur fjárfestu í til þess að geta endurgreitt kaupendum jöklabréfa krónuskuldir. 

Við gengishrunið urðu jöklabréfaútgefendur, sem eru erlendar bankastofnanir, illa úti með ríkisskuldabréfaeignir sem höfðu hrunið í verðmætum samsvarandi hruni krónunnar.

 Már Guðmundsson hefur m.a. fengist við að beila þessa eigendur út með hundruð milljarða sem taka þarf að láni í erlendri mynt. 

Ríkisstjórnin er að semja um sexhundruð milljarða lán í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Mér skilst að fjármunirnir séu geymdir á reikningi í bandaríkjunum sem greiðir mun lægri vexti en það sem íslendingar þurfa að greiða AGS fyrir lánin. Vaxtamunurinn mun vera um fimm milljónir á dag. 

Árið 2005 var gjaldeyrisvaraforðinn um 67 milljarðar. Síðast þegar ég kynnti mér stöðu gjaldeyrisvaraforðans var hann um 500 milljarðaren eigi að síður lætur ríkisstjórnin Alþjóðagjaldeyrissjóðinn telja sér trú um að nauðsynlegt sé að skuldsetja ríkissjóð um hundruð milljarða til þess að byggja enn stærri varaforða. 

Þetta þýðir að hundrað milljarðar af tekjum ríkissjóðs fara í það að greiða vexti af erlendum skuldum. Varla verður nokkurn tíma hægt að greiða niður höfuðstólinn ef tekið er mið af vöruskiptajöfnuði komandi ára og vart þessa gríðarlegu vexti sem þá munu leggjast við höfuðstól og auka enn vanda þjóðarbúsins.  Vextir greiddir með erlendri mynt en það mun hinsvegar skaða raunstöðu gjaldeyrisvaraforðans. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er hægt og sígandi að draga Ísland inni í mjög varhugavert ástand.

Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn skiptir sér að lagasetningu á Íslandi

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er mótfallinn því að farið sé að dómi hæstaréttar

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er er mótfallinnn leiðréttingu stökkbreyttra lána

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er mótfallinn því að ríkissjóður sé að sólunda fé í heilbrigðis- og menntakerfi

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn styður að Íslendingar leggi á flótta en kjörlendi sjóðsins eru láglaunasvæði þar sem stóriðja og alþjóðlegir auðhringir geti athafnað sig.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn styður löngu úreltar villukenningar um hagkerfi. Kenningar sem hannaðar hafa verið til þess að tryggja fámennum hópi gengdarlausann aðgang að fjármagni en keyrir stórann hluta mannkyns í sára fátækt.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn styður að ríkisstjórnir skuldsetji gengdarlaust ríkissjóði og missi þar sjálfdæmi um málefni viðkomandi þjóða.

Á teikniborði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er land í miðju Atlandshafi sem býr yfir miklum auðlindum. Auðlindum sem alþjóðlegir auðhringir og fjárglæframenn ásælast. 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vinnur að því að skapa kjörlendi fyrir fyrir þá sem vilja færa auðlindarentuna úr landi.

 Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

 


mbl.is Fimmta hver króna í vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæl Jakobína, sammála þér um nauðsyn þess að losna undan prógrammi AGS. En samt er ég þeirrar skoðunar að Ríkisstjórnin og fjórflokkurinn sé mesta ógnin. Þjóðin þarf að vakna til vitundar um að stjórnmálamenn hugsa fyrst og fremst um flokkshagsmuni og eigin völd en ekki þjóðarhag. Þeirra hugsun nær bara 4 ár fram í tímann. Steingrímur og Jóhanna eru sennilega óhæfustu ráðherrar sem við gátum fengið. Þau eru tákngervingar þeirrar pólitísku spillingar sem hér hefur grasserað frá lýðveldisstofnun. Hvernig datt okkur í hug að þau réðu við endurreisnina?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.7.2010 kl. 12:12

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála þessu. Jóhanna og Steingrímur eru hluti af spilltum menningarkima stjórnmálanna og því jafn óhæf og fyrri ríkisstjórnir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.7.2010 kl. 15:46

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir þetta Jakobína. Leyfði mér að vísa í þessa greinargóðu færslu á blogginu mínu þar sem ég reyndi að setja fram markmið sjóðsins á myndrænan hátt.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.7.2010 kl. 18:19

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

IMF setur fram kröfur EU eða hluta hennar Meðlima í samræmi siðvenjur er það Ísland sem fer fram á hans innkomu. Tiltekinn mismunur á veðskuldum er ágreiningur til að byrja með. Þega sæst hefur verið á upphæðina er komið fram með hugmyndir um niðurskurð. IMF hefur marg oft beint á að ofvaxinn fjármálageiri, stjórnsýsla og lífeyrisjóðskerfi sem 2005 búinn að eyðleggja langvarandi innrivirðisauka Íslands sem er alltaf afleiðning mikils raun kaupmátta mikils meirihluta eða allra neytenda.

Allir vita að flókin farmleiðsluvara skilar oftar en ekki mestum innrivirðisauka ef mikil eftirspurn er eftir henni á innanlandmarkaði.

Hinsvegar vita allir að raunvextir af hálfu Fjármálgeira skila engum  innri vriðsauka, heldur því hærri því minni frá framleiðsluvörunni og því hærri því meiri áhætta um greiðsluefiðleika og hrun lánataka og þarf af leiðandi fjármálageirans sjálfs.

IMF getur ekki gert meir tvær Ríkistjórnir í röð treysta raunvaxtakröfunni sem heldur upp Fjármálgeiranum og þá verður að skera annarsstaðar niður. Hann er nú að aðtoða við forgangsraða því sem hægt er skera niður að mati Ríkistjórna Íslands.  

Land sem byggir á negam-lánseinokunarformi  alhliða líka vegna 30 ára öruugra lána vegna 1. kaupa íbúðar. En slík veðsöfn er aðferð annrra ríkja til að verðtryggja lausfé til langfram, hér er þessum grunvallar þrautavarsjóði til að auka landshæfi breytt í hámarks áhættu sjóð ofur raunvaxta vegna þess að Íslendinga skilja ekki að verðbætur mældar með innlendum neytendavísi er loftið í infaltion sem á að afskrifa jafn óðum  ekki pína lántaka til að taka að láni til að eignfæra og vaxta vaxta.

Til að létta greiðslu byrði hefðbundina hreinna jafngreiðslu forma er gjalddögum fjölgað, og raunvaxtakrafa lækkuð.   Þetta eru vertðryggingar lán í sjálfum sér en ekki áhættu viðskipta skammtíma sem falla undir markaðsviðskipti.

Dæmi.

Breti tekur 30 ára jafngreiðslu lán til 30 ára að upphæð 10.000.000 pund.

Grunnvextir eru 2.000.000 pund eða 20%.

Nú er verðbólga um 3,0% að jafnaði í UK á 30 árum  það er 90%, þar sem lánið greið jafnt eru þetta um 60% vextir eða 6.000.000 pund.

Heildarskuld Bretans verður því 18.000.000 pund eða 360 x 50.000 pund á mánuði verðtryggt fast.

Samsvarandi Nafnvextir eru um 5%.

Ef við værum ennþá með sömu jafngreiðsluaðferð þegar um örugg neytenda  veð er að ræða og öll efnhagslega þroskuðu ríki, hefði hrunið aldrei orðið og hér væri engin þörf að selja lágvöru. Íslendingar geta ekki verið samkeppni færir lávöruframleiðslu við 10 sinnum stærri markaði þess vegna er best að tryggja hér hlutfallaslegasta stærsta hávörumarkað og minnsta fjármálakostnaðinn.

Veitum IMF stuðning að koma viti fyrir þursanna í stjórnssýslunni.

Júlíus Björnsson, 8.7.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband