Örvinglað landráðafólk

Nokkuð hefur borið á örvinglan meðal þeirra sem keyrðu þjóðarbúið í þrot með athöfnum og athafnaleysi.

Reiði hefur hreiðrað um sig meðal Sjálfstæðismanna sem hyggjast einelta tiltekna þingmenn með fýlusvip. 

Það hlýtur að vera sérlega sársaukafullt að vera sniðgengin af fúlum Sjálfstæðismanni í vinnunni. 

Ekkert er hræðilegra en sjálfstæðismaður sem þarf að standa skil á gjörðum sínum eða axla ábyrgð.  

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir sáu aumur á Geir Haarde og vildu ekki senda hann fyrir landsdóm.

Sjálfstæðismenn munu því áfram brosa til Jóhönnu og Össurar.  

 


mbl.is Ískalt viðmót á þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðungasölur og atvinnuleysi í boði Jóhönnu Sigurðardóttur

Árangur í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þýðir að íslensk stjórnvöld hafi sýnt eindæma þjónustulund við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að lágmarka tap þeirra sem stóðu í því að græða á bankabólunni og færa tapið eftir því sem unnt er yfir á íslenska alþýðu og íslenskt atvinnulíf. 

Steingrímur J Sigfússon hefur reynst Alþjóðagjaldeyrissjóðnum einstaklega vel innanhandar. Hann færði tvo af þremur stóru bankanna í hendur lánadrottna og færði þar með örlög íslenskra fyrirtækja og heimila í hendur Alþjóðafjármálakerfisins.

Jóhanna Sigurðardóttir afsalaði fullveldi Íslands í hendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að því marki er lítur að efnahagsstjórnun landsins.

Forsætisráðherrann og fjármálaráðherran tala á tyllidögum um hið norræna velferðarríki en eru svo á mála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við að rífa niður innviði velferðarkerfisins.

 


mbl.is „Mikill árangur hefur náðst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband