http://www.kjosum.is/ 15743 Undirskriftir um tíuleytið í kvöld

Það á að vera grundvallarkrafa á Íslandi, í Bretlandi og í Hollandi að Icesave sé rannsakað ofan í kjölinn. Sá sem ekki aðhyllist þá nálgun býr við skert siðferði og hafnar félagslegri framþróun.

Atferli stjórnmálamanna bendir til þess að þeir vilji að sett verði lok á þessa ormagrifju. Að það komi aldrei upp á yfirborðið það ferli fjármagnsstrauma sem hér átti sér stað.

Því miður virðist innsýn manna, í þá staðreynd að Icesave fjármunirnir bárust sennilega að litlu leyti til Íslands og eru ekki í vinnu á Íslandi, vera af skornum skammti.

Eigi að síður er íslenskur almenningur nú að greiða 5,5% vexti af lánum svo að Landsbankinn geti keypt gjaldeyri til þess að standa skil á Icesave, þ.e. hlutnanum sem verðu rukkað af nýja Landsbankanum sem er 280 milljarar.


mbl.is „Icesave afgreitt of hratt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar menn skilja ekki réttvísina

Það virðist fara fyrir brjóstið á sumum að þjóðin fái að hafa lýðræðislega aðkomu að ákvörðunum í Icesave deilunni. Jónas Kristjánsson er meðal þeirra sem telur að þjóðin eigi ekki að koma að þessari ákvörðun og uppnefnir fólk sem styður þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann lýsir því yfir á Facebook að þeir séu þjóðrembingar.

Í blog sínu vitnar hann máli sínu til stuðning til þess að ráðuneytisstjóri Geirs Haarde lofaði Bretum að borga IceSave upp í topp með rosavöxtum. Síðan þá höfum við verið dæmd til að borga IceSave segir Jónas.

Ég spyr því hafa ráðuneytisstjórnar heimild til þess að skuldbinda ríkissjóð um milljarða. Umræddur ráðuneytisstjóri var síðar rekinn og kærður fyrir innherjasvik.

Umræddur ráðuneytisstjóri hafði ekki umboð þjóðarinnar og yfirlýsingar hans hafa ekkert gildi í alþjóðasamningum. Þetta myndi Jónas vita ef hann hefur lesið stjórnarskrána. Jónas myndi líka vita ef hann hefur lesið EES dírektívin að aðlilum EES samningsins er ekki heimilt að ábyrgjast tryggingakerfi bankanna.

Á grundvelli þessara raka upphefur síðan Jónas hræðsluáróður og spáir dómsdegi ef Íslendingar hafni ekki réttvísinni og beygi sig undir að gerast skattborgarar í Bretland og Hollandi.

Bretar hafa ekki löglegar kröfur á hendur Íslenskum skattborgurum. Þess vegna vilja þeir ekki að málið fari fyrir dómstóla.

Dómstólarinir eru hættulegir þeim sem sópuðu til sín fjármunum úr bönkunum og þeim sem studdu þá í þeim gjörningum.


mbl.is Tillaga um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband