http://www.kjosum.is/ 15743 Undirskriftir um tíuleytið í kvöld

Það á að vera grundvallarkrafa á Íslandi, í Bretlandi og í Hollandi að Icesave sé rannsakað ofan í kjölinn. Sá sem ekki aðhyllist þá nálgun býr við skert siðferði og hafnar félagslegri framþróun.

Atferli stjórnmálamanna bendir til þess að þeir vilji að sett verði lok á þessa ormagrifju. Að það komi aldrei upp á yfirborðið það ferli fjármagnsstrauma sem hér átti sér stað.

Því miður virðist innsýn manna, í þá staðreynd að Icesave fjármunirnir bárust sennilega að litlu leyti til Íslands og eru ekki í vinnu á Íslandi, vera af skornum skammti.

Eigi að síður er íslenskur almenningur nú að greiða 5,5% vexti af lánum svo að Landsbankinn geti keypt gjaldeyri til þess að standa skil á Icesave, þ.e. hlutnanum sem verðu rukkað af nýja Landsbankanum sem er 280 milljarar.


mbl.is „Icesave afgreitt of hratt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

það er Völlurinn við höfum ekki neitt val lengur berjumst!

Sigurður Haraldsson, 14.2.2011 kl. 23:29

2 identicon

Þú bendir réttilega á að atferli stjórnmálamannanna bendir til þess að þeir vilji að sett verði lok á þessa ormagryju. verið er að skera síðustu brotamennina úr snörunni, en allir ganga þeir lausir með útroðna vasa af peningum og skála nú með kampavín í hönd yfir farsælllegum endalokum. það liggur fyrir að fari þetta fyrir erlenda dómsstóla verða forhertir gerendurnir og meðhlauparar þeirra hérlendis og erlendis, allir með tölu, kallaðir fyrir dómarann. en það þykir heppilegra að kalla almenna borgara Íslands til ábyrgðar. mikil er skömm þeirra sem hafa frá upphafi haft hönd í bagga með þessari óábyrgu innlánasöfnun af erlendum ríkisborgurum sem aldrey var nokkurn tíma til innistæða fyrir.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 23:51

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.2.2011 kl. 00:25

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki 280 milljarðar heldur 300 samkvæmt nýjasta verðmati skilanefndar. Samkvæmt samkomulagi við kröfuhafa (Breta og Hollendinga) er enn fremur heimild til útgáfu viðbótarskuldabréfs árið 2013 að fjárhæð 90 milljarðar. Samtals er þetta meira en tvöfalt eigið  fé bankans, sem er augljóslega andvana fæddur.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2011 kl. 01:40

5 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Góðar ábendingar hér, Jakobína, og hjá þér, Guðmundur.

Farið svo inn á vala.blog.is – verðið sannarlega ekki illa svikin!

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 15.2.2011 kl. 03:11

6 identicon

Sammála þér Jakobína. Dapurlegast þykir mér að sjá Ögmund og Lilju reyna að koma loki á pottinn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband