Fitch í áróðursherferð fyrir Breta og Hollendinga

Það má færa að því mjög sterk rök að verði Icesavesamningurinn samþykktur þá þýði það að ekki verði unnt að afnema gjaldeyrishöftin næstu áratugina. Rawkins heldur því eigi að síður fram að gjaldeyrishöftin verði áfram ef Icesave verður fellt.

Staðreyndin er sú að gjaldeyrishöftin verða áfram hvort sem Icesave verður fellt eða ekki. Hins vegar er líklegt að þau vari lengur ef Íslendingar asnast til að samþykkja þennan samning.  

Það er búið að fjarlægja hlekk með fyrirsögninni "Fitch telur íslensku bankanna standa vel" http://www.m5.is/?gluggi=frett&id=36630

Fitch telur einnig að gjaldeyrishöftin geti haft áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs. http://www.amx.is/efnahagsmal/12816/ Þýðir það að gjaldeyrishöftin verði afnumin eða þarf að hafa fleira í huga en lánshæfismat Fitch.

Á heimasíðu Landsbankans kemur fram vorið 2008 hafi Fitch talið að flutningur bankanna úr landi væri ekki vænlegur kostur.  Við flutning úr landi væru bankarnir enn nokkuð berskjaldaðir fyrir íslensku efnahagslífi. Íslenska ríkið hefur ríkari hvata til að styðja við bankana á erfiðum tímum en búast mætti við af erlendum stjórnvöldum. http://www.landsbanki.is/umlandsbankann/frettirogutgafuefni/frettir/?NewsID=12060&y=0&p=1

Þessi umfjöllun bendir til þess að starfsemi bankanna hafi ekki verið flutt úr landi vegna þess að þá væri ekki hægt að hengja tap (rán eigendanna) á íslenska skattgreiðendur. Í sama mánuði og þessi umfjöllun fór fram á heimasíðu Landsbankans var útibú Icesave opnað í Hollandi. 

 


mbl.is Fitch: Lykilatriði að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveittur dráttarklár

„Ég tók að mér umfram allt eitt hlutverk, eins og ég get, að draga vagninn á sviði ríkisfjármála og efnahagsmála, og koma þessu landi út úr kreppunni" segir Steingrímur.

Varla verður Steingrími brigslað um hógværð í lýsingum hans á sjálfum sér. 

vl0008b116

Yfirvöld gera allt til þess að halda uppi ásýnd velmegunar. Í þeim tilgangi hefur ríkinu verið steipt í skuldir sem afkomendum okkar er ætlað að borga. 

Gott væri ef Steingrímur útskýrði fyrir okkur hvernig á að endurgreiða þá þúsund milljarða sem hann hefur tekið að láni fyrir hönd ríkissjóðs.  

Ef Steingrími er annt um efnahag landsins þá ætti hann að sjá til þess að skipaður sé fjármálaráðherra sem hefur vit á efnahagsmálum.


mbl.is Steingrímur íhugaði afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextir af hverju? Kannski engu!

Efast um að Lárus Blöndal viti nokkuð um lyktir máls fyrir dómsstólum.

 

  • Ekkert kemur fram um það hvaða dómstóll færi með málið
  • Ekki kemur fram hver kæran yrði
  • Ekki kemur fram hver myndi kæra
  • Ekki er vísað í á hvern hátt íslenska ríkið hafi gerst brotlegt
  • Ekki er vísað í lög sem hafa verið brotin

 

 


mbl.is Skýrir kostir í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áróðurinn byrjaður

Icesave er í grundvallaratriðum rangt. Það sem menn kalla samning er í raun ekki samningur heldur tilburðir til þess að kúga almenning á Íslandi til þess að greiða vextina af útlánum Landsbankans til eigenda og aðila tengda þeim viðskiptaböndum.

Innlán og útlán Landsbankans hafa verið kortlögð en í þeim kortum má sjá útlán til tengdra aðila. Það má lesa í það sem þegar hefur komið fram að útlánin (fjármunir fengnir gegnum innlán á Icesae) áttu sér stað í Bretlandi og streymdu inn í breskt hagkerfi. Það er þvi nokkuð ljóst að íslenskt hagfkerfi græddi ekkert  á Icesav og breskt hagkerfi tapaði engu á Icesave.

Þeir sem mæla gegn dómstólaleiðinni eru í blekkingaleik og hafa tekið sér stöðu með peningavaldinu. Dómstólaleiðinn myndi fela í sér ýtarlega rannsókn á ábyrgð og athöfnum allra þeirra aðila sem hlut eiga að máli.

Við slíka rannsókn myndu ýmis atriði fá vægi í málinu sem gagngert hefur verið reynt að þagga niður af íslenskum og erlendum stjórnvöldum. T.d. sú staðreynd að Bretar báru ábyrgð á eftirliti með lausafjárstöðu útibúanna í Bretlandi en það var akkúrat sá þáttur sem brást. Það hefur einnig komið fram að Hollenski seðlabankinn uppfyllti ekki eðlilegar kröfur um fagleg vinnubrögð áður en hann leyfði útibú í Hollandi vorið 2008.

Erlendir dómstólar eru mun vandaðri og virða faglegar forsendur í vinnubrögðum þótt þeir íslensku geri það ekki. Þetta hefur marg sýnt sig í því að íslenskir dómstólar haf ávallt dæmt með valdinu og gegn mannréttindum. Dómar af þessu tagi sem vísað hefur verið til alþjóðadómstóla hafa ávallt dæmt mannréttindum í vil. 

Icesav málið er dæmigert um valdnýðslu Íslenskra yfirvalda. Ég vona að almenningur segi nei takk.  


mbl.is Hlynntur núverandi samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband