Vill Bjarni Ben í ESB?

Það var margt athyglisvert í fréttum kvöldsins. Matvælaverð í heiminum fer hækkandi. Kvótagreifarnir þurfa ekki að kvarta yfir þessu. Þeir munu þessir 166 aðilar sem ráða yfir fisknum í sjónum græða meira en almenningi mun blæða.

Sægreifaflokkurinn vill nú að íslenskir skattgreiðendur greiði kostnaðinn af glæpastarfsemi kjölfestufjárfesta.  Bjarni Ben mætir í Kastljósið hrokafullur að vanda. Persónulega munar hann kannski ekki um að taka á sig skuldir Björgófanna enda búin að græða vel á glæpsamlegum gjörningum í Sjóvá eins og hann tjáði alþjóð í fyrra Kastljósli.

Bjarni ætlar ekki að færa ábyrgð af gjörningum kjölfestufjárfestanna yfir á íslenska skattgreiðendur vegna þess að fyrir því sé lagagrundvöllur. Enda veit Bjarni jafn vel og ég að það var ekki heimilt samkvæmt tilskipun ESB að færa ábyrgð trygginagsjóða yfir á almenning.

Nei. Bjarni vill fara þessa leið afþví að hún er auðveldust fyrir þingið.  Hið margumrædda alþjóðasamfélag (ESB, AGS og fjármálakerfið) þarf að friðþæga og Barni treystir á þrælslund félaga sinna.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband