Vill Bjarni Ben í ESB?

Það var margt athyglisvert í fréttum kvöldsins. Matvælaverð í heiminum fer hækkandi. Kvótagreifarnir þurfa ekki að kvarta yfir þessu. Þeir munu þessir 166 aðilar sem ráða yfir fisknum í sjónum græða meira en almenningi mun blæða.

Sægreifaflokkurinn vill nú að íslenskir skattgreiðendur greiði kostnaðinn af glæpastarfsemi kjölfestufjárfesta.  Bjarni Ben mætir í Kastljósið hrokafullur að vanda. Persónulega munar hann kannski ekki um að taka á sig skuldir Björgófanna enda búin að græða vel á glæpsamlegum gjörningum í Sjóvá eins og hann tjáði alþjóð í fyrra Kastljósli.

Bjarni ætlar ekki að færa ábyrgð af gjörningum kjölfestufjárfestanna yfir á íslenska skattgreiðendur vegna þess að fyrir því sé lagagrundvöllur. Enda veit Bjarni jafn vel og ég að það var ekki heimilt samkvæmt tilskipun ESB að færa ábyrgð trygginagsjóða yfir á almenning.

Nei. Bjarni vill fara þessa leið afþví að hún er auðveldust fyrir þingið.  Hið margumrædda alþjóðasamfélag (ESB, AGS og fjármálakerfið) þarf að friðþæga og Barni treystir á þrælslund félaga sinna.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

70 einstaklingar eiga 70% kvótans. Þessir aðilar borguðu innan við 300 miljónir í skatta þrátt fyrir tekjur upp á 45 miljarða. Málamynda auðlindagjaldið var 3 miljarðar.

Ef kvóti á þessa 70 væri aukinn um 10 þúsund tonn, þá gætu þeir selt kvótann fyrir 3,7 miljarða. Sá sem kaupir myndi veðsetja kvótann upp í rjáfur og þessir 70 myndu stinga 3200 miljónum  í vasann og borga ekki krónu í skatt.

Valsól (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 21:12

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já glæpasamfélag

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.2.2011 kl. 21:26

3 identicon

Já, það var leiðinlegt að hlusta á hann Bjána Ben í Kastljósinu þegar hann fullyrti að mótstaða hans gegn fyrri samning hefði gert okkur kleift að fá þennan nýja samning. Það er orðið erfitt að greina á milli hvor veður meiri skít, Bjáni Ben eða Steingrímur.

Jón Flón (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband