2011-02-06
Endurreisn hrunstjórnarinnar
Það virðist nú liggja fyrir hvað samfylkingin hefur átt við þegar hún talar um endurreisn. Afturhvarf til þöggunar, leynimakks í þágu fjármagnseigenda og þægðar þeirra sem þyggja bitlinganna virðist vera hin leynilega stefnuskrá flokksins.
Umræðan bendir til þess að Bjarna Benedikssyni hafi verið lofað ráðherrastól fyrir að svíkja flokk sinn.
Þremur ráðherrum úr hrunstjórn Geir Haarde tóks að hreiðra um sig í kreppustjórninni. Leynt og ljóst hafa þessir ráðherrar með dyggri aðstoð Steingríms Joðs unnið að því að viðhalda óbreyttu ástandi í stjórnmálahefðinni.
Árásir eru viðvarandi á þá þingmenn sem reyna að viðhalda tryggð sinni við kjósendur úr herbúðum ríkisstjórnarinnar.
![]() |
Tilbúinn að mynda nýja ríkisstjórn um atvinnumálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2011-02-06
Þjóðin og forréttindastéttin
Fyrir bankahrun réði þöggun, glórulaust klapp og boðskapur trúarbragða um samkeppni ríkjum í íslensku samfélagi. Tíminn frá hruni hefur einkennst af átökum á milli þeirra sem vilja breytt hugarfar og þeirra sem vilja að við trúum að við þurfum að lúta ríkjandi kerfi.
Hugmyndin um að Íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á velferð breskra og hollenskra innstæðueigenda er í raun fjarstæðukennd. Stærð skuldbindinganna í þessu máli er af þeirri gráðu að flestir almennir borgarar geta ekki sett sig inn í afleiðingarnar af slíkum skuldbindingum fyrir litla þjóð.
Bretar og Hollendingar hafa verið í forystusveit þeirra Evrópuþjóða sem lagt sig hafa fram um að arðræna þjóðir þriðja heims. Þeir hafa gengið á auðlindir þriðjaheimsríkja í skjóli spilltra valdhafa sem þegið hafa mútur og skilið við almenning í örbyrgð.
Nýlenduarðrán hefur frá seinni heimstyrjöld farið fram í formi einkavæðingar eins og bent var á í Silfri Egils fyrr í dag. Stjórnendur og eigendur alþjóðafyrirtækja sem hafa byggt arðsemi sína á því að ræna auðlindir fátækra þjóða og nýtt sér barnaþrælkun þar sem eftirlit er lítið komust að því á síðasta áratug að á Íslandi býr þjóð sem er lítið meðvituð um rétt sinn.
Á Íslandi var hægt að gera góða díla um að ræna almenning því stjórnvöld voru á svipuðu plani í almennu siðferði og spilltir valdhafar þriðja heims ríkja. Á Íslandi fengu alþjóðafyrirtækin aðgang að sameiginlegum sjóðum almennings sem notaðir hafa verið til þess að reisa fyrir þau mannvirki til orkunýtingar. Áhættan fellur á almenning og stóriðjunni er tryggður hagnaður hvernig sem árar í heimsmarkaðsverði. Ef illa árar þá eru tekin erlend lán sem skattgreiðendur þurfa að standa skil á í framtíðinni.
Já hugsaði títtnefnt alþjóðasamfélag á Íslandi búa vitleysingar og þar getum við grætt mikið. Við látum skattgreiðendurnir þar blæða fyrir óskynsamlega hegðun breskra og hollenskra fjárfesta. Við getum treyst því að íslenskir stjórnmálamenn lúti vilja okkar því það hefur reynslan sýnt. Þeir munu ekki standa með alþýðu landsins. Þeir munu ekki hætta persónulegri stöðu sinni vegna velferðar framtíðakynslóða.
Þeir sem hafa beygt sig undir kröfur Breta og Hollendinga hafa ekki sett fram haldbær rök fyrir því hvers vegna íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á hegðun í einkaviðskiptum í Hollandi og Bretlandi. Það er látið liggja að því að ákvörðunin snerti samvisku stjórnmálamanna. Spurningin hlýtur að vera hvar samviska stjórnmálamanna liggi. Þeir eru tilbúnir til þess að færa áhættu af starfsemi stóriðju yfir á íslenskan almenning. Áhættuna af dómstólaleiðinni eru þeir þó ekki tilbúnir að færa á almenning þótt þeir viðurkenni að ekki liggi fyrir lagaleg rök fyrir því að íslenskir skattgreiðendur taki á sig ábyrgð af Icesave klúðrinu. Áhættan í Icesave samningnum er gríðarleg og þá áhættu eru stjórnmálamenn tilbúnir til þess að færa einhliða yfir á íslenskan almenning.
![]() |
Þjóðin eigi síðasta orðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2011-02-06
Ísland sjálftökukapítalistanna
Skömmu eftir bankahrun var því spáð að spillingarmál myndu verða í fréttum í hverri viku í heilt ár. Nú eru liðin tvö og hálft ár frá hruni og ekkert lát er á spillingarfréttum.
Eins og Marinó Njálsson bendir á í pistli sínum hélt hrunstjórnin lífi í bönkunum í marga mánuði á kostnað heimilanna í landinu. Í þessari ríkisstjórn sátu tveir núverandi ráðherra, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Páll Magnússon bendir á að Landsbankinn sé í raun skálkaskjól ríkisvaldsins. Ég vil taka það fram hér að ég hef aldrei kosið sjálfstæðis flokk og spáði því tíu árum fyrir hrun að hann myndi setja þjóðarbúið á hausinn.
Ég er þó þeirrar skoðunar að núverandi ríkisstjórn skýli sér á bak við vanhæfni sjálfstæðisflokksins í viðleitni sinni við tryggja eigin völd og mylja undir tiltekna fjárglæframenn. Því er haldið fram innanbúða hjá vinstri flokkunum svokölluðu að þeir neyðist til þess að vinna í því kerfi sem fyrirrennarar þeirra hafa skapað. Ég segi bara takk fyrir mig. Ég vil sjá stjórnmálaafl við völd sem hefur dug til þess að breyta kerfinu en ekki beygja sig undir það.
Stjórnmálamenn varpa gjarnan fram þeirri ímynd að á þingi sitji stjórnmálaflokkar sem berjast um stefnur, sem fylgja mismunandi hugmyndafræði og undirliggjandi séu átök sem varða samfélagsgerð.
Því miður eru markmið stjórnmálamanna ekki háleit og stefna og hugmyndafræði skiptir þá í raun engu máli þegar til kastanna kemur. Almenningur finnur hvernig sífellt er þrengt að honum fjárhagslega. Hluti þjóðarinnar tók skellinn strax við hrun en í kjölfarið er farið að kroppa í launþega sem finna hvernig útgjöldin vegna nauðþurfta þenjast úr. Þetta kallar ríkisstjórnin árangur í efnahagsstjórnun landsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ánægður enda ber hann litla umhyggju fyrir íslenskri þjóðmenningu og velferð almennings í landinu.
Þingflokkur sjálfstæðisflokksins hefur haldið uppi leiksýningu í meira en ár í tengslum við Icesave. Það hefur verið fyrirliggjandi meðal íslenskrar forréttindastéttar að almenningur skal blæða fyrir vanhæfni og spillingu stjórnmála- og embættismanna. Þeirra tryggð liggur hjá þeim sem hafa sölsað undir sig eignir í gegn um tíðina með því að múta stjórnmála- og embættismönnum.
Þótt ýmislegt hafi komið upp á yfirborðið um spillingu á Íslandi eru stærstu málin enn í skjóli leyndar og þangnar.
![]() |
Sætti mig við þessi málalok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |