Endurreisn hrunstjórnarinnar

Það virðist nú liggja fyrir hvað samfylkingin hefur átt við þegar hún talar um endurreisn. Afturhvarf til þöggunar, leynimakks í þágu fjármagnseigenda og þægðar þeirra sem þyggja bitlinganna virðist vera hin leynilega stefnuskrá flokksins.

Umræðan bendir til þess að Bjarna Benedikssyni hafi verið lofað ráðherrastól fyrir að svíkja flokk sinn.

Þremur ráðherrum úr hrunstjórn Geir Haarde tóks að hreiðra um sig í kreppustjórninni. Leynt og ljóst hafa þessir ráðherrar með dyggri aðstoð Steingríms Joðs unnið að því að viðhalda óbreyttu ástandi í stjórnmálahefðinni.

Árásir eru viðvarandi á þá þingmenn sem reyna að viðhalda tryggð sinni við kjósendur úr herbúðum ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Tilbúinn að mynda nýja ríkisstjórn um atvinnumálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl get ekki verið meira samála flott skrif. Okkur ber að verjast þessu með öllum tiltækum ráðum!

Sigurður Haraldsson, 6.2.2011 kl. 16:31

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Toppmyndin þín sýnir mafíuna í hnotskurn!

Sigurður Haraldsson, 6.2.2011 kl. 16:32

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Vá! Sigmundur Ernir og Tryggvi Þór eru líklega tvö mestu fíflin á alþingi. Er nægjanlegt í því sambandi að horfa á þátt þeirra á ÍNN. Sigmundur Ernir er bara illa upplýstur og veruleikafirrtur spjátrungur á meðan Tryggvi hefur alltaf starfað samkvæmt boðorðinu "Hafa skal það sem borgar best" auk þess að vera álíka veruleikafirrtur en kannski ekki alveg jafn heimskur og Sigmundur Ernir, en það munar samt ekki það miklu.

Guðmundur Pétursson, 6.2.2011 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband