Hagfræðingurinn Gunnar Tómasson um Icesave og Breta

Ég hvet fólk til þess að horfa á þetta viðtal við Gunnar Tómasson á Inn.

http://inntv.is/

Samkvæmt því sem Gunnar Tómasson segir er Icesavesamningurinn samvæmt viðmiðum AGS bein ógn við efnahagslega tilvist þjóðarinnar.


mbl.is Óvissa og erfið samskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, hvar er birtan?

Eru það merki um betri tíma að Aríonbanki mútar nýjum bankastjóra sem sætir rannsókn vegna verðsamráðs til þess að koma til starfa. Er ofurtrú "kröfuhafanna" og stjórnar bankans slík á einokunar og samráðshugsjónum?

Er það merki um birtu að stjórnlagaþingsfulltrúar eru að fyllast af leiða vegna ruglsins í ríkisstjórninni og valdablokkunum við að yfirtaka þetta fyrirbæri?

Er það merki um bjarta tíma þegar bankarnir senda fjölskyldur á vergang til þess að tryggja "kröfuhöfunum" arð?

Er það merki um bjarta tíma misréttið í samfélaginu eykst í sífellu?

Er það merki um bjarta tíma að einstæðum mæðrum og öryrkjum er gert að lifa á framfærslu sem dugar ekki fyrir mat?

Er það merki um birtu þegar meginþorri manna hefur vart efni á því að ferðast innanbæjar hvað þá heldur lengra?

 


mbl.is Merki um að tekið sé að birta til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýðir ekki að það sé réttmætt

Þótt það tíðkist og hafi tíðkast að stjórnendur mergsjúgi fyrirtæki þýðir það ekki að það þurfi að vera svoleiðis.

Gríðarlegur fjöldi fyrirtækja eru gjaldþrota og afskrifaðir hafa verið milljarðar af skuldum fyrirtækja.

Arðgreiðslur og lán til eigenda eru oftar en ekki með í spilinu auk gríðarlauna til stjórnenda.

Fórnarlömbin hafa verið almennir launþegar sem misst hafa vinnuna, skuldarar sem krafðir eru um skil á stökkbreyttum lánum og öryrkjar sem fá bætur langt undir framfærsluviðmiðum.

Er ekki tími til þess að leita til þeirra sem bera ábyrgð á ástandinu og hafa makað krókinn?


mbl.is Laun á bilinu 2-4 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfur Thor hegðaði sér eins og Tchenguiz bræður

 Það voru ekki bara Tchenguiz eyrun3bræður sem misnotuðu íslensku bankanna. Björgólfur Thor skrapaði innan úr Landsbankanum. Meðal þess sem heyrst hefur um lánamál Björgólfs hjá bankanum er að félag hans Novator Pharma fékk 43 milljarða að láni hjá útibúi Landsbankans í London á fyrri hluta ársins 2007."

 

 

Vilhjálmur Þorsteinsson að díla fyrir Björgólf Thor í apríl 2008

Yfirtaka Björgólfs Thorsá Aktavís kostaði sex milljarða EVRA. Landsbankinn og Kaupþing lánuðu hundrað milljónir evra hvort í tengslum við yfirtökuna. Skuldbindingar félaga sem tengjast Björgólfi Thor gagnvart Landsbankanum koma ekki fram í ársreikningum bankans. Björgólfur Thor Björgólfsson ber ábyrgð á um fjórðungi af erlendum brúttóskuldum íslenska þjóðarbúsins Fjöldi stofnana hafa tapað stórfé á fjárfestingum sem tengjast Björgólfsfeðgum. Svo virðist sem Björgólfarnir hafi fært skuldirnar á föðurinn en eignirnar á soninn. Og nú er unnið að því að íslenskur almenningur greiði skuldir þeirra.

Að Icesave meðtöldu er talið að Björgólfsfeðgar beri ábyrgð á u.þ.b. 40% af skuldum þjóðarbúsins að frátöldum skuldum gömlu bankanna.

Í fyrra var hafin rannsókn 800 hundruð milljóna króna lánveitingum frá Samson sem var í eigu Björgólfsfeðga til fjögurra aflandsfélaga á Bresku Jómfrúareyjum. Forsvarsmenn Samsonar eignarhaldsfélags geta ekki gert grein fyrir lánum eða fyrirgreiðslum fyrir meira en tvo milljarða króna til að minnsta kosti sex félaga í eigu Björgólfsfeðga á Tortóla, Kýpur og Lúxemborg sem skráð eru í bókhaldi félagsins. lv_verne_undirritun_02

Björgólfur Thor er sagður eiga mikilla hagsmuna að gæta í ýmsum fyrirtækjum hér á landi, svo sem eins og CCP, Nova og gagnveri Verne Holdings. Vilhjálmur Þorsteinsson einn helsti talsmaður Björgólfsarms Samfylkingarinnar er náinn samstarfsmaður Björgólfs og fer núna mikinn við að telja landsmönnum trú um að það sé hagur þjóðarinnar að greiða skuldir Björgólfs Thors. Vilhjálmur hefur ásamt Össuri Skarphéðinssyni viljað veita Björgólfi Thor skattaskjól á Íslandi. Greint er frá því á pressunni að talið sé að lagasetning um gagnaverið sé óeðlileg fyrirgreiðslu til handa einu fyrirtæki.

Árið 2007 stóð til að innleiða tilskipun sem hefði veitt tryggingasjóðnum undanþágu vegna innstæðna lögaðila erlendis. Stjórnendur Landsbankans settu sig á móti því og einhverra hluta var tilskipunin aldrei innleidd. Mjög hljótt hefur farið um þetta mál og það aldrei skýrt fyrir þjóðinni. Það var ráðuneyti Björgvins G sem bar ábyrgð á þessari innleiðingu.

Á meðan ráðherrar samfylkingarinnar hafa séð Björgólfi Thor fyrir tækifærum til þess að mæta til Íslands með gamla krumpaða Icesave peninga og fjárfesta hér í auðlindum er keyrður mjög harður áróður til þess að fá skattgreiðendur til þess að taka að sér þetta vandræðabarn Björgólfs Thors sem Icesavereikningarnir eru. 6009_114928388079_540308079_2208640_662951_n

 Vilhjálmur Þorsteinsson tryggum dílamanni Björgólfs Thors er falið að uppfræða (sumir segja heilaþvo) samfylkingarfólk og fjölskyldur þeirra.

Almenningi er talið trú um að sú stöðnun sem í raun má skrifa á viðvarandi fjárstreymi í svarthol Bankakerfisins sé Icesave deilunni um að kenna. Samþykki þjóðin Icesave lögin er hún að gangast undir það að taka á sig ábyrgð af businessdílum Björgólfs Thors. Ástandið á vinnumarkaði mun ekkert lagast við það nema síður sé.

Nálgun yfirvalda í endurreisn er kolvitlaus sem og hugmyndir sjálfstæðismanna um að byggja álver í hverjum krók og kima. Vandræðin er færð á framtíðina. Landið mergsogið af auðlindum til þess að viðhalda velmegun fámenns hóps í samfélaginu.

Segjum NEI við Icesave.

 


mbl.is Látnir lausir á 8. tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband