Þýðir ekki að það sé réttmætt

Þótt það tíðkist og hafi tíðkast að stjórnendur mergsjúgi fyrirtæki þýðir það ekki að það þurfi að vera svoleiðis.

Gríðarlegur fjöldi fyrirtækja eru gjaldþrota og afskrifaðir hafa verið milljarðar af skuldum fyrirtækja.

Arðgreiðslur og lán til eigenda eru oftar en ekki með í spilinu auk gríðarlauna til stjórnenda.

Fórnarlömbin hafa verið almennir launþegar sem misst hafa vinnuna, skuldarar sem krafðir eru um skil á stökkbreyttum lánum og öryrkjar sem fá bætur langt undir framfærsluviðmiðum.

Er ekki tími til þess að leita til þeirra sem bera ábyrgð á ástandinu og hafa makað krókinn?


mbl.is Laun á bilinu 2-4 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl ó jú það er sko komin tími til og þó fyrr hafi verið!

Sigurður Haraldsson, 10.3.2011 kl. 10:59

2 identicon

 Er þetta ekki augljós svar við þvi ástandi sem her rikir ?  og er ekki kominn tima á Stjórnvöld að svara til saka .? Hvar þau hafi verið og verið að aðhafast  ?. Eru þau kanski á kafi i þessu lika ??  þetta getur ekki samræmst siðferði þjóðar eða nokkurs lands sem kallar sig siðmenntað  .Þetta sýnist það sama og Libya og fl lönd eru að striða við Ekkert betra !!!!!!!!!!!!!!!

ransý (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 11:01

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

ransý það er nákvæmlega málið!

Sigurður Haraldsson, 10.3.2011 kl. 11:15

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Eins og segir í fyrirsögninni,,,þetta er ekki réttmætt,, og gamli frasinn fellur ekki úr gildi,,erum við menn eða mýs,, byltingin byrjar með því að fella Icesave!! 

Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2011 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband