2011-03-21
Búin að fá nóg af ruglinu
Bjarni Ben heldur að almenningur sé búin að fá nóg af innanflokkserjum. Get varla sagt að ég hafi orðið vör við þetta. Ég hef hins vegar orðið vör við að almenningur er búin að fá nóg af:
Hrossakaupum
Græðgi
Einokun
Sjálftöku stjórnmálamanna
Leynimakki
Foryngjaræði
Vangetu
Hræðsluáróðri
Blekkingarleikjum
Óræðum fullyrðingum
Sviksemi
Þrælslund
mútuþægni
Innherjasvikum
...
2011-03-21
Gefum skít í börnin en verjum spillt kerfi..
...virðist vera mottó ríkisstjórnarinnar.
Sendi eftirfarandi pistil á Smuguna fyrir nokkru sem hún hefur ekki séð sér fært að birta:
Það vekur athygli þessa daganna að reka á yfir tug stjórnenda í leikskólum og grunnskólum. Sameina á skóla og leikskóla og þrengja að börnum í samfélaginu. Í sömu viku berast fréttir af því að kerfi sem hefur verið styrkt með hundruðum milljarða úr vösum skattgreiðenda lætur sér ekki muna um að greiða bankastjórum, skilanefndarmönnum og skiptastjórum margföld leikskólastjóralaun.
Stjórnvöld vilja auka atvinnustig með því að ríkið kosti mannvirkjagerð en á sama tíma er heilbrigðisstarfólki sagt upp. Meiri steypa og minni þjónusta virðist vera mottó ríkisstjórnarinnar.
Stjórnvöld hafa skuldsett ríkissjóð fyrir yfir þúsund milljarða sem börnunum sem er verið að þrengja að núna er ætlað að greiða í framtíðinni. Stefna ríkisstjórnarinnar eins og hún hefur birst á síðustu árum er ósjálfbær og miðar að því að tryggja velsæld þess hóps sem setti þjóðarbúið á hausinn og senda reikninginn til afkomenda.
Það hefur ekki skort á yfirlýsingarnar frá ráðherrunum sem líta svo á að þeir séu sveittir upp fyrir haus við að bjarga þóðinni. Yfirlýsingarnar hafa þó holan hljóm. Árangurinn í breytingarstarfsemi er enginn. Leyndarhyggan ræður ríkjum og blekkingarleikurinn heldur áfram á meðan fólk líður skort almennri heilsu hrakar ofbeldi eykst og börn og unglingar ganga svöng í skólanum.
Hvað er það sem ráðherrarnir eru að bjóða almenningi upp á? Jú þeir krefjast þess að velferðarkerfið sé rifið niður til varnar kerfinu sem leiddi ógæfu yfir þjóðina. Og hvað bjóða þeir í staðinn:
Það hvílir leynd yfir því hverjir eiga bankanna.
Það hvílir leynd yfir því hverjum var bjargað með neyðarlögunum.
Flokkarnir halda áfram að nota aðstöðu sína á þingi til þess að skammta sjálfum sér fjármuni úr vösum skattgreiðenda.
Mútur til flokkanna hafa verið festar í sessi í nýjum lögum.
Stjórnvöld halda áfram að reka nagla í líkkistu réttarfarsins með því að hunsa hæstaréttardóma sem eru lélagir‟ en láta undir höfuð leggast að gera umbætur á spilltu dómskerfi.
Í stjórnsýslunni er vangeta umborin og kostnaðurinn sem hlýst af vangetunni færður yfir á skattgreiðendur.
Mennirnir sem hafa rústað samfélaginu ganga um á sjálfteknum eftirlaunum þótt þeir séu í toppstörfum sem Össur Skarphéðinsson hefur útvegað þeim. Stjórnalaþingið er grín og það skrifast á lélega stjórnendur. Fjármálaráðherrann hannar kerfi utan um bankanna sem gerir honum kleyft að víkjast undan ábyrgð. Er þetta heigulsháttur spilling eða heimska. Ég læt hann um að svara því.
Ráðherrarnir hreinlega prumpa yfir þjóðina svo ég orði þetta nú bara pent.
Almenningur á heimtingu á því að vita hverjir eiga bankanna sem honum er gert að styrkja og eiga viðskipti við. Gleymum ekki að þessir bankar voru færðir úr eigu almennings með mjög vafasömum aðferðum í einkavæðingaferlum Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.
Almenningur á heimtingu á að upplýst sé um hverjum var bjargað með neyðarlögunum og hvernig fjárstreymið var í Landsbankanum árið fyrir hrun. Umgengni stjórnmálamanna við almenning er ruddaleg. Öllum megninþáttum mála er haldið leyndum en heimtað af almenningi að hann fylli svartholin sem glæpastarfsemi í bönkunum hefur skilið eftir sig.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Stjórnsýslufræðingur
![]() |
Segja sig úr þingflokki VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heilsa almennings og menntun veldur Alþjóðagjaldeyrissjóðunum ekki áhyggjum. Meginstefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að tryggja aðgang alþjóðafyrirtækja að auðlindum landa og lágmarka þann arð sem alþjóðafyrirtæki skilja eftir í viðkomandi löndum.
Ferill Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi hefur verið sorgarsaga fyrir íslenskan almenning. ALLAR ríkisstjórnir sem setið hafa frá 1990 hafa hlýtt ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Samskipti ríkisstjórna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ganga út á að selja velferð almennings gegn skjaldborg um þær valdablokkir og viðskiptakjarna sem styðja viðkomandi ríkisstjórn. Hjá fyrri ríkisstjórnum gilti að verja einokunarstefnu og feudalisma sem tryggður var í löggjöf og lélegu eftirlitskerfi ásamt spilltu dómskerfi. Hjá núverandi ríkisstjórn gildir að verja viðskiptakjarna sem vilja komast með fjármuni sem skotið var undan fyrir hrun í skattaskjól á Íslandi og koma auðlindarentunni á örugga reikninga erlendis.
Meðan þetta fer fram eru leikskólar og grunnskólar skornir niður. Sjúkrahús og heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni á í vök að verjast. Stjórnmálamenningin á Íslandi hefur ekki lagast frá hruni. Börnum og gamalmennum er fórnað fyrir græðgina og hræðsluáróður er viðvarandi menntastefna ríkisstjórnarinnar.
![]() |
Ætla ekki að styðja stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |