2011-03-27
Stöðurveitingar valdatæki flokkanna
Búsáhaldabyltingin blés von í brjóst þjóðar sem haldin var langvarandi deyfð gagnvart viðvarandi spillingu. Spillingin var svo inngróin í stjórnmálin að einstaklingar hafa mátt sín lítils gegn valdinu. Í tíð sjálfstæðisflokksins efldist í landinu mikið karlaveldi sem ríkti í stjórnsýslunni í fjölmiðlum hjá dómsvaldinu og í stjórnmálum. Dómstólar hafa ekki dæmt konum í vil vegna ráðninga í aðrar stöður en hjá Háskóla Íslands. Það hefur verið þegandi samkomulag um það meðal valdhafanna að stjórnmálastéttin ætti stjórnsýsluna og að stöðuveitingar væru valdatæki flokkanna.
Þetta er hluti af íslenskri stjórnmálamenningu.
Flokkarnir skipta með sér embættum og láta sig mannréttindi litlu varða. Jóhanna Sigurðardóttir er engin undantekning hvað þetta varðar. Frá því að Jóhanna tók við ráðherraembætti árið 2006 hafa 6 af hverjum 7 sem hún ræður í embætti verið karlmenn. Í karlasamfélaginu eru það karlar sem plotta og í þessu samfélagi er ekki pláss fyrir konur. Því miður er feministafélagið hluti af þessum valdastrúktúr. Þar plotta konurnar í forystunni um að koma sínum konum að og láta sig almenn málefni kvenna litlu varða.
Dómsvaldið gerði jafnréttislögin að bitlaus með því fordæmisgefandi dómum sem sýknuðu stjórnmálamenn af brotum á jafnréttislögum við skipun í embætti.
Jóhanna Sigurðardóttir ber pólitíkska ábyrgð á ráðningum í forsætisráðuneytinu. Faglegir ráðgjafarar eru eingöngu ráðgjafar og ekki ábyrgir fyrir stjórnvaldsákvörðunum. Það er því fremur ómerkilegt að vísa á mannauðsráðgjafa og reyna með því að fyrra sig ábyrgð.
Varla getur forsætisráðherrann borið því við að hún þekki ekki lögin sem hún samdi sjálf.
Mat kærunefndar á broti Jóhönnu er bara enn eitt dæmið um firringuna sem ríkir í menningarkima stjórnmálanna á Íslandi.
![]() |
Á móti stjórnarráðsfrumvarpinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meðal þess sem heyrst hefur um lánamál Björgólfs hjá Landsbankanum er að félag hans Novator Pharma fékk 43 milljarða að láni hjá útibúi Landsbankans í London á fyrri hluta ársins 2007."
Yfirtaka Björgólfs Thors á Aktavís kostaði sex milljarða EVRA. Landsbankinn og Kaupþing lánuðu hundrað milljónir evra hvort í tengslum við yfirtökuna. Skuldbindingar félaga sem tengjast Björgólfi Thor gagnvart Landsbankanum koma ekki fram í ársreikningum bankans. Björgólfur Thor Björgólfsson ber ábyrgð á um fjórðungi af erlendum brúttóskuldum íslenska þjóðarbúsins Fjöldi stofnana hafa tapað stórfé á fjárfestingum sem tengjast Björgólfsfeðgum. Svo virðist sem Björgólfarnir hafi fært skuldirnar á föðurinn en eignirnar á soninn.
Já til fjandans með Ísland og framtíð barna okkar bara ef okkur tekst að fela spillinguna sem grasserar í stjórnmálum og viðskiptum.
Eða eins og Jóhannes Björn orðar það:
Við vitum að pólitíska stéttin var á kafi í kúlulánum og rannsóknarskýrslan birti lista yfir þá sem fengu yfir 100 milljónir. Hvers vegna voru ekki nöfn þeirra sem fengu t.d. 20, 30 eða 50 milljónir frá glæpagenginu? Eru það ekki raunverulegir peningar? Sennilega þorði rannsóknarnefndin ekki að birta slíkan lista vegna þess að þá hefði þjóðin séð að svo til allir þingmenn voru on the take eins og sagt er í Ameríku. Stofnunin hefði ekki lifað það af.
Bjöggi er búin að múta svo mörgum að hann á bara alls ekki skilið að verða rannsakaður. Hann hefur veitt hundruðum milljóna út úr fyrirtækjum sínum til þess að tryggja velvild og þöggun og svo lendir hann í þessu.
![]() |
Björgólfur Thor furðar sig á frétt Telegraph |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2011-03-27
Hví ekki að borga skuldir Björgólfs Thors?
Gáfumenn Áframhópsins eru nú í óða önn að svara þessari spurningu.
Hvers vegna ekki að fækka kennslustundum í grunnskólum...reka starfslið leikskóla og hætta að sinna veikindum fólks á landsbyggðinni til þess að Björgólfur Thor geti áhyggjulaus farið í siglingu á snekkjunni sinni með fjölskylduna?
Já það þarf miklar gáfur til þess að finna góðar ástæður til þess að senda Ísland til fjandans svo að Björgólfur Thor geti gengið reistur í útlöndum og sagt að hann hafi látið ríkisstjórn Íslands redda þessu.
Þegar fyrri Icesave samningur lá fyrir spáðu málpípur ríkisstjórnarinnar því að Ísland myndi verða Kúba norðursins ef þjóðin hafnaði Icesave.
Nú ganga Já menn sem kalla sig Áfram hópinn og segjast vera gáfaðri en Nei hópurinn.
Niðurstaða þeirra er því að þjóðin á að taka að sér að greiða skuldir banka sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar gaf Björgólfi Thor & co sem skröpuðu allt fé innan úr honum vegna þess að það sé gáfulegt.
Gáfumennirnir í Áframhópnum virðast ekki skilja innihald samningsins þrátt fyrir miklar gáfur. Því er gjarnan haldið fram af gáfumannadeild áframhópsins að nú sé Ísland ekki ábyrgt fyrir höfuðstólnum vegna þess að Ísland sé bara ábyrgt fyrir því sem verður afgangs af höfuðstólnum eftir endurheimtur árið 2016. Ég spyr hver er munurinn?
Áframdeildin hefur valið Bjarna Ben og Tryggva Þór Herbertsson sem lukkudýr fyrir hreyfingu sína. Þessi lukkudýr eru helstu talsmenn ójöfnuðar og báðir mjög flæktir í útrásina með vafasömum hætti.
Innistæður opinberra stofnana, tryggingafélaga og fjárfestingarfélaga á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi nema hundruð milljarða íslenskra króna. Íslensk stjórnvöld nýttu ekki heimild í EES-samningunum til að undanþiggja þennan hluta innlánanna ábyrgð sjóðsins þrátt fyrir að vænn hópur hafi þegið nefndargreiðslur í tvö ár fyrir að sjá um innleiðingu þessarar heimildar í ráðuneyti Björgvins G Sigurðssonar.
![]() |
Icesave-hópar stækka ört |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)