Fá ekki slitastjórnirnar tugi milljóna fyrir að halda lokinu yfir ormagryfjunni?

Meðal þess sem heyrst hefur um lánamál Björgólfs hjá Landsbankanum er að félag hans Novator Pharma fékk 43 milljarða að láni hjá útibúi Landsbankans í London á fyrri hluta ársins 2007."

Yfirtaka Björgólfs Thors á Aktavís kostaði sex milljarða EVRA. Landsbankinn og Kaupþing lánuðu hundrað milljónir evra hvort í tengslum við yfirtökuna. Skuldbindingar félaga sem tengjast Björgólfi Thor gagnvart Landsbankanum koma ekki fram í ársreikningum bankans. Björgólfur Thor Björgólfsson ber ábyrgð á um fjórðungi af erlendum brúttóskuldum íslenska þjóðarbúsins Fjöldi stofnana hafa tapað stórfé á fjárfestingum sem tengjast Björgólfsfeðgum. Svo virðist sem Björgólfarnir hafi fært skuldirnar á föðurinn en eignirnar á soninn.

Já til fjandans með Ísland og framtíð barna okkar bara ef okkur tekst að fela spillinguna sem grasserar í stjórnmálum og viðskiptum.

Eða eins og Jóhannes Björn orðar það:

Við vitum að pólitíska stéttin var á kafi í kúlulánum og rannsóknarskýrslan birti lista yfir þá sem fengu yfir 100 milljónir. Hvers vegna voru ekki nöfn þeirra sem fengu t.d. 20, 30 eða 50 milljónir frá glæpagenginu? Eru það ekki raunverulegir peningar? Sennilega þorði rannsóknarnefndin ekki að birta slíkan lista vegna þess að þá hefði þjóðin séð að svo til allir þingmenn voru „on the take“ eins og sagt er í Ameríku. Stofnunin hefði ekki lifað það af.

Bjöggi er búin að múta svo mörgum að hann á bara alls ekki skilið að verða rannsakaður. Hann hefur veitt hundruðum milljóna út úr fyrirtækjum sínum til þess að tryggja velvild og þöggun og svo lendir hann í þessu.
 

 


mbl.is Björgólfur Thor furðar sig á frétt Telegraph
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jakobína, er íslenska réttarríkið lamað gegn þessari augljósu ósvífni ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 19:54

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það sýnist mér

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.3.2011 kl. 20:17

3 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Ætli Bretinn verði ekki fyrri til að koma "útrásarvíkingum" Ólafs Ragnars undir lás og slá. Hvað líður hinu íslenska réttakrefi?

Tómas H Sveinsson, 27.3.2011 kl. 20:47

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er þá allt í lagi með útrásarvíkinga þeirra vinanna Hannesar H., Kjartans og Davíðs, Tómas? Eða er þér kannski bara í nöp við Ólaf Ragnar og vilt koma hruninu og öllum þjófnaðinum á hans ábyrgð?

Árni Gunnarsson, 27.3.2011 kl. 22:23

5 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Árni minn. Hvað  í veröldinn fékk þig til að komast að þessari niðurstöðu um mig. Vissulega er mér ekki sérlega hlýtt til ÓRG, en orðið "útrásarvíkingur" er í mínum huga sérlega tengt honum, þegar hann þaut út um þorp og grundir og mærði þessa "útrásarvíkinga" í hástert. Hvort þessir "útrásarvíkingar " ÓRG er líka vinir Hannesar H, Kjartans eða Krulla skiptir engu máli. Eitt skal yfir allan þennan lýð ganga. Hitt þygir mér verra ef að það verða Bretar, ekki Íslendingar sem draga þennan lýð fyrir lög og rétt.

Tómas H Sveinsson, 28.3.2011 kl. 09:16

6 identicon

Hvergi í siðmenntuðu landi léti þjóð ríkisstjórnina ljúga svona að sér nema á Íslandi. Meira að segja í siðlausa Bretlandi vita menn að þetta voru glæpir.

Það er kristaltært að það er sakamál (sennilega stærstu svik Íslandssögunnar) sem áttu sér stað í bönkunum fyrir hrun. Og menn koma hér og fullyrða blákalt, eftir áróður stjórnarinnar, að Banksterarnir sem frömdu glæpina hafi ekkert með ábyrgð á þeim og afleiðingar þeirra að gera.

Svo heldur ríkisstjórnin áfram að wheela og deela við Bjöggana og fyrirtæki þeirra sem ekkert hafi í skorist.

Er þjóðin orðin KLIKKUÐ? Eða er þetta stærsta tilfelli Stokkhólmssyndrum ever?

Er fólk búið að gleyma því að sama fólkið Jóhanna, Össur, Möllerinn, Björgvin G. sátu öll í hrunastjórninni sem gerði ekkert til að hindra Icesafe.

Þvert á móti, fyrstu verk Björgvins G. sem viðskiftaráðherra var að setja fram lög á Alþingi til hjálpar þjófnaðinum.

Hvenær ætlar þessi rola sem þjóð mín er, að rísa undan 4flokka mafíunni og hreinsa glæpapakkið út, á Alþingi OKKAR?

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband