Komnir brestir í skjaldborgina um Björgólf Thor

Það er augljóst að stjórnvöld hafa ætlað að afgreiða málefni Landsbankans með því að reisa skjaldborg um Björgólf Thor en láta skattgreiðendur borga Bretum og Hollendingum bætur vegna athæfis hans í Bretlandi og Hollandi.

Notuð eru öll rök hruntímabilsins til þess að hvítþvo strákinn. Hann notaði kennitölu gamla Landsbankans og kennitölu fyrirtækja sinna og þess vegna er hann ekki ábyrgur gjörða sinna vilja gáfumenn áframhópsins halda fram.

Þegar hann mútaði samfylkingunni notaði hann kennitölur fyrirtækja sinna til þess að koma fjármunum í vasa stjórnmálamanna.

Hann hreinsaði fjármuni út úr Landsbankanum til þess að fjármagna fyrirtækin sem fármögnuðu flokkana bæði sjálfstæðisflokk og samfylkingu.

Nei hópurinn um Icesave hefur ekki birt blaðaauglýsingar. Hvers vegna? Það er vegna þess að sá hópur fær ekki styrki frá fjármagnseigendum. Nei hópurinn er hópur alþýðunnar sem neitar að borga skaðann af fjárglæfrum einkaaðila í útlöndum.


mbl.is SFO rannsakar Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband