Leiðréttið neyðarlögin

Mikil þöggun hefur verið í gangi um að aðeins um tuttugu fjölskyldur áttu þorra þess fjármagns sem tryggt var upp í topp með  neyðarlögunum.

Mér finnst það sjálfsögð krafa Íslendinga að ef niðurstaðan verður sú að innstæðueigendum hafi verið mismunað að þá verði neyðarlögin leiðrétt og jöfnuður tryggður með þeim hætti.

Þ.e.a.s. að þessar tuttugu fjölskyldur verði einfaldlegar settar við sama borð og Bretar og Hollendingar og þá er deilan leyst.

Þjóðin á heimtingu á að fá að vita hverjar þessar tuttugu fjölskyldur eru sem hafa kostað þjóðina þessar deilur


mbl.is Sterk rök okkar í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur ryður lýðræðissinnum út

Stjórnunarstíll Steingríms einkennist af foryngjaræði. Í hans herbúðum hittast nánustu samstarfsmenn hans í reikfylltum (eða ekki reikfylltum) bakherbergjum og leggja á ráðin. Samræður eru ekki vel séðar.

Mikil hnignun hefur átt sér stað í búðum Vinstri Grænna frá því að flokkurinn fór í samstarf í ríkisstjórn.

Ekki bætir það úr skák að þessi maður (eða þessi kjáni) er nánasti samstarfsmaður Steingríms. 

 


mbl.is Guðfríður Lilja sett af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verum róleg

Það var ekki bara ríkisstjórnin heldur líka sjálfstæðisflokkurinn sem vildi keyra Icesave saminginn í gegn.

Ég tel að Icesave málið sé í góðum farvegi núna og að það hafi sýnt sig að stjórnarskráin er sterk þegar farið er eftir ákvæðum hennar. 

Málskotsrétturinn hefur óumdeilanlega forðað þjóðinni frá vondum örlögum sem ríkisvaldið vildi búa henni.

Ég held að versta vandamál þessarar ríkisstjórnar sé að innanbúðar þar er fólk sem er í miklum tengslum við hagsmunaaðila í viðskiptum og fjármálalífi en það sama gildir um alla flokkanna. 

Forystumenn sjálfstæðisflokks, samfylkingar, framsóknar og vgeru allir í óeðlilegum tengslum við viðskiptablokkir.

Embættismannakerfið er líka ónýtt eftir meðfari sjálfstæðis og framsóknarflokks í áratugi og ekki hafa samfylking og vg bætt ástandið. 

Ég hvet því þjóðina til þess að koma nýju fólki að sem hefur dug í sér til þess að taka á þessu ástandi. 


mbl.is Niðurstaðan má ekki sundra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir niðurstaðan

Margir virðast gefa sér að fólk hafi gengið til kosninga um mismunandi hluti. Ég ætla þó að gefa mér að þjóðin sé almennt læs og þjóðin hafi verið að kjósa um Icesave en ekki líf ríkisstjórnarinnar.

það er ekkert að því að kjósa um líf ríkisstjórnarinnar en þetta var ekki sú kosning.

Þegar við spyrjum okkur um það hvað var verið að kjósa um verðum við að spyrja okkur um það hvað sé meginkjarnin í því að gangast við samningi á borð við Icesave og áhrif þess að gangast við slíkum samningi.

Það hef ég kosið að gera.

Spurningin var að festa í sessi ríkisábyrgð vegna skuldbindinga Landsbankans. Ekki skuldbindinga ríkisins eins og margir hafa látið liggja að. Spurningin var að færa áhættuna af viðskiptum einkaaðila yfir á íslenska skattgreiðendur. 

Hvaða þýðingu hefur það ef tiltekin hópur fólks er gerður ábyrgur fyrir mistökum annars fólk?

Jú það hefur áhrif á hegðun þeirra sem þurfa ekki að axla sjálfir ábyrgð á eigin mistökum. Það elur á kæruleysi í viðskiptum, kærileysi stjórnvalda og kæruleysi fjármagnseigenda. 

Þess vegna þýðir niðurstaðan úr Icesave kosningunum að sparifjárseigendum og bönkum eru send þau skilaboð að þau þurfi að sýna meiri varúð í viðskiptum því að Íslendingar hafni því að skattgreiðendur taki á sig tapið. 

Þetta eru skilaboð til stjórnvalda að almenningur sé ósáttur við útbelgt bankakerfi og stöðnunina sem ríkir á þeim vettvangi.

Þetta eru skilaboð til stjónvalda að bæta þurfi löggjöf um bankastarfsemi og viðskipti. 

Þetta eru skilaboð til stjórnvalda um að almenningur geti tekið saman höndum og sagt hingað og ekki lengra.


mbl.is Afgerandi vilji þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað þarf að hætta þessum bölmóði

Tek heilshugar undir orð forsetans. SA er að bregðast meginþorra atvinnurekenda enda einblínir Vilhjálmur Egilsson á hagsmuni LÍÚ eins og einokun og atvinnuhöft væru upphafið og endirninn á hagsmunum atvinnurekenda.
mbl.is Hættið að tala niður íslenskt atvinnulíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei hægt að eyða óvissu

Óvissa er eðlislægur þáttur stjórnmála og viðskipta. Vissulega er óvissa óþægileg og þess vegna er gjarnan leitast við að lágmarka hana en henni verður aldrei eytt.

Mér hefur þó fundist marg óþægilegra en óvissan þessi síðast liðin tvö ár.

Mér finnst óþægilegt að stjórnarflokkarnir sem kalla sig vinstrí ríkistjórn sem starfar í anda norræns velferðarríkis stefna óbilgjarnt að því að umbreyta velferðinni í vaxtakosnað ríkissjóðs. Í þessu felst mikil mótsögn og þetta setur í hættu skilning á ýmsum hugtökum sem gjarnan eru notuð í pólitísku samhengi.

Mér finnst óþægilegt stjórnmálamenn sem gengið hafi í forystu þeirra sem lýst hafa sig á móti leynimakki og blekkingum gersat kyndilberar leynimakks og blekkinga þegar þeir setjast í ríkisstjórn.

Mér finnst boðskapur formanns sjálfstæðisflokksins um nú skulum við bara gleyma fortíðinni mjög óþægilegur enda blasir fortíðin við hvert sem litið er í ástandi þjóðarbúsins. Ég hef alltaf talið skynsamlegt að læra á mistökum og því er hætt við að ef við gleymum fortíðinni þá verði mistökin endurtekin. 

En ástandið skapar mikla óvissu og það þarf að vinna með þessari óvissu því hún hverfur ekki í bráð.


mbl.is Mikilvægt að eyða óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband