Aldrei hægt að eyða óvissu

Óvissa er eðlislægur þáttur stjórnmála og viðskipta. Vissulega er óvissa óþægileg og þess vegna er gjarnan leitast við að lágmarka hana en henni verður aldrei eytt.

Mér hefur þó fundist marg óþægilegra en óvissan þessi síðast liðin tvö ár.

Mér finnst óþægilegt að stjórnarflokkarnir sem kalla sig vinstrí ríkistjórn sem starfar í anda norræns velferðarríkis stefna óbilgjarnt að því að umbreyta velferðinni í vaxtakosnað ríkissjóðs. Í þessu felst mikil mótsögn og þetta setur í hættu skilning á ýmsum hugtökum sem gjarnan eru notuð í pólitísku samhengi.

Mér finnst óþægilegt stjórnmálamenn sem gengið hafi í forystu þeirra sem lýst hafa sig á móti leynimakki og blekkingum gersat kyndilberar leynimakks og blekkinga þegar þeir setjast í ríkisstjórn.

Mér finnst boðskapur formanns sjálfstæðisflokksins um nú skulum við bara gleyma fortíðinni mjög óþægilegur enda blasir fortíðin við hvert sem litið er í ástandi þjóðarbúsins. Ég hef alltaf talið skynsamlegt að læra á mistökum og því er hætt við að ef við gleymum fortíðinni þá verði mistökin endurtekin. 

En ástandið skapar mikla óvissu og það þarf að vinna með þessari óvissu því hún hverfur ekki í bráð.


mbl.is Mikilvægt að eyða óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband