Láglaunasvæðið Ísland

Búið er að byggja upp kerfi og lagaumhverfi á Íslandi sem tryggir það að verðmætin renna að mestu í vasa 5% þjóðarinnar. Þetta hefur greinilega ekki verið gert með samþykki almennings því í hverri könnun sem lögð hefur verið fyrir almenning vill um 90% þjóðarinnar jöfn kjör.

Kerfið sem hefur verið skapað til þess að beina öllu fjármagni til þröngs hluta þjóðarinnar hefur einnig þann ágalla að það stöðvar vöxt og viðgang atvinnulífsins þvert á það sem málpípur "aðilanna" halda fram.

Nú ætla Jóhanna og Steingrímur að búa til velferðarsamfélag úr engu. Þau leggja til að fjármunir verði færðir úr vinstri vasa launþega í þann hægri og kalla það velferðaraukningu. 


mbl.is Mótmæla lægra kaupi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röng stefna og röng stjórnmál

Í áratugi hefur fámenn stétt manna farið um þjóðfélagið rænandi og ruplandi. Þessi stétt manna hefur beitt fyrir sig stjórnmálamönnum sem gegn vægu gjaldi hafa byggt upp kerfið einokunar, fákeppni og ölmusuhyggju í gegnum stjórnmálaflokkanna.

Löggjafarvaldið hefur verið notað í þágu LÍÚ, kjölfestufjárfesta og alþjóðafyrirtækja.

Efnahagsforsendur fyrir þessu þjóðfélagi sem við höfum talið vera okkar eru að bresta. 

Hvernig var reynt að bjarga Íslandi?

Með því að skattgreiðendur axli byrðar af erlendum lánum sem ekki er veitt til samneyslunnar heldur til uppbyggingu tækifæra fyrir alþjóðafyrirtæki.

Með því að setja hundruð milljarða inn á innlánsreikninga þeirra 5% ríkustu í samfélaginu sem á að taka úr vasa barna okkar.

Með áframhaldandi útflutningi á tækifærum í fullvinnslu fiskafurða og þekkingu á því sviði.

Með því að hrekja vinnufært fólk úr landi og sundra fjölskyldum.

Með því að viðhalda áframhaldandi atgervisskorti í stjórnsýslunni með klíkuráðningum.

Með því að líta fram hjá afglöpum og glæpum einstaklinga í viðskiptum og kalla þá framámenn í samfélaginu. 

Með því að halda fjölmiðlunum í eigu glæpastéttarinnar.

Með því að þagga niður í almenningi með fjölmiðlalögum.

Með því að herða á leynd um atferli valdhafanna með hertri upplýsingalöggjöf.

Með því að tryggja glæpamafíunni áframhaldandi völd með lögleiðingu mútugreiðslna til stjórnmálaflokka.


mbl.is Horfur einna dekkstar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband