Útgerðarmenn berjast fyrir miðaldafyrirkomulagi einkaréttar og kúgunar

Við erum viðkvæm fyrir því hvað við erum kölluð. Við erum viðkvæm fyrir ímynd þess samfélags sem við búum í en oft virðist vera lítill skilningur á inntaki þeirra hugtaka sem við notum um samfélagsgerðina og hvort annað og okkur sjálf.

Í könnun sem gerð var árið 1999 á vegum World Value Survey og Háskóla Íslands var fólk beðið um að gefa upp hvar það staðsetti sig í pólitískri hugmyndafræði á kvarðanum 1 til 10. Þeir sem voru 1 töldu sig vera mjög vinstri sinnaða og þeir sem staðsettu sig sem 10 töldu sig vera mjög hægri sinnaða. Fólk var einnig spurt hvernig samfélag það vildi sjá með tilliti til ríkisrekstrar og einkarekstrar, ábyrgðar ríkisins og fleiri þátta sem ætla má að séu áhrifavaldar í því hvernig fólk staðsetur sig á skalanum vinstri-hægri.

Niðurstöðurnar sýndu þó að lítil fylgni var á milli þess hvernig fólk staðsetti sig í pólitískri hugmyndafræði og þess hvernig það taldi að móta ætti samfélagið. Þetta ósamræmi bendir til þess að fólk skilur ekki hugtökin sem það er að nota. Einnig sýndi rannsóknin að tiltölulega mikil ánægja ríkti með mjög hægri sinnar stjórnmálakerfi jafnvel af þeim sem skilgreindu sig sem vinstri sinnaða eða miðjumenn.

Á þessum tíma var áróður í algleymingi. Fjölmiðlarnir voru að týna sér í þöggun og lutu ríkisvaldinu af auðmýkt. Orðið femínismi varð notað sem blótsyrði af mútuþegum auðvaldsins. Meðal þeirra sem lifðu í sátt við niðurlægingu kvenna og annarra hópa var Þorgerður Katrín sem lifði í algleymi drauma um milljarðagróða í krafti klíkutengsla og innherjaviðskipta. Hvað köllum við svona konur? Persónulega finnst mér að beljur eigi betra skilið en að vera orðaðar við þessa hegðun.

Orðið fasismi er bannorð sem á ekki má nota um aðra en Mussolini. En hvað einkennir fasisma. Jú hann nýðir tiltekna þjóðfélagshópa í þeim tilgangi að undiroka þá. Fasisminn er andheiti við femínisma sem berst gegn áróðri og skoðar orðræðuna á gagnrýninn máta. Fasisminn tryggir fámennri stétt auð og völd með því að leggja undir sig fjölmiðlanna og orðræðuna. Hann færir auðlindirnar í eigu fárra og gerir launþega að öreigum. Hann færir sparifé launþega til vinnuveitenda sem spila með sparifé launþega eins og þeir eigi það sjálfir. Fasisminn smeygir sér í á löggjafarsamkomuna og inn í framkvæmdarvaldið þar sem hann tryggir ójöfnuð með vondri löggjöf eða óábyrgri framkvæmd laga


mbl.is Kynna útreikninga um áhrif kvótafrumvarpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband