Útgerðarmenn berjast fyrir miðaldafyrirkomulagi einkaréttar og kúgunar

Við erum viðkvæm fyrir því hvað við erum kölluð. Við erum viðkvæm fyrir ímynd þess samfélags sem við búum í en oft virðist vera lítill skilningur á inntaki þeirra hugtaka sem við notum um samfélagsgerðina og hvort annað og okkur sjálf.

Í könnun sem gerð var árið 1999 á vegum World Value Survey og Háskóla Íslands var fólk beðið um að gefa upp hvar það staðsetti sig í pólitískri hugmyndafræði á kvarðanum 1 til 10. Þeir sem voru 1 töldu sig vera mjög vinstri sinnaða og þeir sem staðsettu sig sem 10 töldu sig vera mjög hægri sinnaða. Fólk var einnig spurt hvernig samfélag það vildi sjá með tilliti til ríkisrekstrar og einkarekstrar, ábyrgðar ríkisins og fleiri þátta sem ætla má að séu áhrifavaldar í því hvernig fólk staðsetur sig á skalanum vinstri-hægri.

Niðurstöðurnar sýndu þó að lítil fylgni var á milli þess hvernig fólk staðsetti sig í pólitískri hugmyndafræði og þess hvernig það taldi að móta ætti samfélagið. Þetta ósamræmi bendir til þess að fólk skilur ekki hugtökin sem það er að nota. Einnig sýndi rannsóknin að tiltölulega mikil ánægja ríkti með mjög hægri sinnar stjórnmálakerfi jafnvel af þeim sem skilgreindu sig sem vinstri sinnaða eða miðjumenn.

Á þessum tíma var áróður í algleymingi. Fjölmiðlarnir voru að týna sér í þöggun og lutu ríkisvaldinu af auðmýkt. Orðið femínismi varð notað sem blótsyrði af mútuþegum auðvaldsins. Meðal þeirra sem lifðu í sátt við niðurlægingu kvenna og annarra hópa var Þorgerður Katrín sem lifði í algleymi drauma um milljarðagróða í krafti klíkutengsla og innherjaviðskipta. Hvað köllum við svona konur? Persónulega finnst mér að beljur eigi betra skilið en að vera orðaðar við þessa hegðun.

Orðið fasismi er bannorð sem á ekki má nota um aðra en Mussolini. En hvað einkennir fasisma. Jú hann nýðir tiltekna þjóðfélagshópa í þeim tilgangi að undiroka þá. Fasisminn er andheiti við femínisma sem berst gegn áróðri og skoðar orðræðuna á gagnrýninn máta. Fasisminn tryggir fámennri stétt auð og völd með því að leggja undir sig fjölmiðlanna og orðræðuna. Hann færir auðlindirnar í eigu fárra og gerir launþega að öreigum. Hann færir sparifé launþega til vinnuveitenda sem spila með sparifé launþega eins og þeir eigi það sjálfir. Fasisminn smeygir sér í á löggjafarsamkomuna og inn í framkvæmdarvaldið þar sem hann tryggir ójöfnuð með vondri löggjöf eða óábyrgri framkvæmd laga


mbl.is Kynna útreikninga um áhrif kvótafrumvarpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fasismi var stjórnmálahreyfing sem komst til áhrifa í fjölmörgum löndum á millistríðsárunum. Í nokkrum löndum komust fasistar til valda og komu á einræði. Öll mannréttindi voru afnumin. Starfsemi verkalýðsfélaga var bönnuð og þau brotin niður. minnihlutahópar voru ofsóttir og tilraun gerð til að útrýma sumum.Þjóðernishroki og árásargirni gagnvart öðrum ríkjum. Foringjadýrkun og ríkisdýrkun. Gífurleg miðstýring á öllum sviðum og víðtækar persónunjósnir. Sterk kynþáttahyggja. Söguskeiði fasisma er lokið. til eru flokkar í dag sem sækja hugmyndir sínar að einhverju leyti til fasisma. jakobína ingunn, í pstlinum að ofan ert þú ekki að lýsa fasisma. Við verðum að vanda orðanotkun og hugtakanotkun. Þú virðist hins vegar vera að lýsa nokkrum þáttum í íslenskum sstjórnmálum dagsins í dag.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 15:22

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Takk fyrir góða grein Jakobína. Ég hef aldrei hugsað fasismann svona.

Hrafn hvað segir þú um hegðun fárra hagsmuna aðila sem hafa í krafti einokunar á auðlind hafa rekið menn úr vinnum sínum og komið í veg fyrir að þeir geti starfað við greinina. Hvar í heiminum sem þeir ná til.

Hringt er í menn sem láta í ljós skoðanir sína og þeim hótað.

Og þegar ritstjórum er hótað ef þeir stoppa ekki birtingu skrifa sem ganga gegn einokuninni.

Eða eins og Davíð ef honum hugnast ekki grein sem berst Mogganum hringir hann í fant og þeir freista þess með hótunum að stöðva byrtingu greinarinnar.

Annsi sýnist mér grunnt á fasismann hjá þessari "hagsmuna klíku".

Ólafur Örn Jónsson, 2.6.2011 kl. 16:43

3 identicon

Sæll Ólafur Örn, ég er á engan hátt að verja einokun eða að hótun um atvinnumissi sé notuð sem skoðanakúgun. Einokun kvótahafa er hins vegar byggð á lögum. það er ríkið sem skapar einokunargróðann og setur leikreglur. Það eru lög sem leyfa framsal. Valdi er víða beitt án þess að það sé fasismi. Gagnrýni á kvótakerfið er af mörgum toga. Eitt atriði er að í því er nýtingarréttur settur ofar mannréttindum eins og mannréttindanefnd SÞ hefur bent á. Önnur gagnrýni beinist að fiskveiðistjórnuninni og ráðgjöf Hafró. Ég veit að þú þekkir gagnrýni Jóns kristjánssonar fiskifræðings og fleiri. Vald Líu er mikið og vald útgerðarmanna í sjávarbyggðum er skelfilegt.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 17:45

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eins og ég bendi á í greininni er fólk gjarnan viðkvæmt fyrir því hvað það er kallað. Menn sem fylga stefnu sem á hvergi heima nema í fasískri hugmyndafræði eru viðkvæmir fyrir þvi að vera kallaðir fasistar. Þeir vilja helst ekki vera kallaðir neitt en fá að gera það sem þeim sýnist.

Nú er það þannig að þeim sem hefur tekist að koma á einokun náttúruauðlinda...brotið mannréttindi...sett heilu byggðarlögin á vonarvöl ...það eru ekki þeir sem ráða því hvað þeir eru kallaðir eða hvað fólki finnst um þá. Jafnvel þótt þeir hafi lagt undir sig fjölmiðla og keyra fram með yfirdrifnum áróðri (í anda fasismans) þá eru það aðrir sem fá að túlka þessa hegðun og gefa henni nafn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.6.2011 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband