Lögboðnir okurvextir á heimilin

Ríkisvaldið tekur á sig áhættuna fyrir erlenda stóriðju á Íslandi með því að tengja orkuverð við hráefnisverð á heimsmarkaði. Lítil umræða hefur verið um það hvers vegna íslenskir skattgreiðendur eigi að taka á sig tap stóriðjunnar þegar illa árar.

Ríkisvaldið virðist ekki bera eins mikla kærleika til heimilanna og fjölskyldna í landinu en áhættan af útlánum til þeirra er algjörlega sett á herðar skuldara og gott betur.

Þetta er ekki bara baggi á skuldurum heldur skekkir þetta viðmið í útlánum. Neysluvísitalan sem lögð er til grunvallar eyðir varfærni í útlánum. Ef verðtryggingin tengis beint því sem lánað er til (vísitala fasteignaverðs) myndu lánastofnanir haga sér öðruvísi og halda að sér höndum þegar fasteignabólur fara að belgjast út en það myndi síðan leiða til aukins jafnvægi á fasteignamarkaði. 

 


mbl.is Verðtryggð lán verði lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband