2012-04-21
Spjallið í samfélaginu
Ég var að lesa einhverja verstu bullgrein sem birst hefur í Fréttablaðinu fram að þessu. þar segir Þórður snær júlíusson:Við höfum afskrifað meira af skuldum heimila en nokkurt annað ríki.
Þórður færir ekki nokkur rök fyrir máli sínu t.d. með því að birta tölur sem styðja þessa fullyrðingu. það er margar fleiri fullyrðingar í þessari grein sem standast alls ekki skoðun.
Plútókratarnir sem settu þjóðarbúið á hausinn vilja gjarnan að við trúum því að hér sé allt í stakasta lagi eftir hrun. Menn rugla með hugtök eins og gagnrýni og neikvæðni. En þessi hugtök hafa gjörólíka merkingu. Hinir neikvæðu setja út á allt og eru almennt til leiðinda. Hinir gagnrýnu vilja hins vegar sjá rök og vilja opna og gagnsæa umræðu um vandamál samtíðarinnar og raunsæja skoðun á sögu og arfleifð.
Þöggun hefur aldrei leitt af sér gott og þjónar fremur forheimskun en framförum. Íslensk stjórnmál og íslenskir fjölmiðlar einkennast af innrætingu á meðvirkni. Í anda tvíhyggju er fólk flokkað og merkt og att gegn hvort öðru.
Fyrir hrun leiddi einn flokkur ríkisstjórnina svo að segja sleitulaust í tuttugu ár. Þessi flokkur þróaði stjórnarfarið úr nýfrjálshyggju og yfir í hreint auðræði (plutocracy) í lok tíunda áratugarins. Öfgafull stefna, kæruleysi og trú á áróðurtæki skildi eftir sig sviðna jörð árið 2008. Forysta sjálfstæðisflokksins ræðst gjarnan á núverandi ríkisstjórn fyrir seinagang og fyrir að geta ekki leyst vandamál. Vandamálin eru þó þess eðlis að gríðarlega erfitt er að taka á þeim miðað við viðskilnað árið 2009. Gerræðislegt kapphlaup var um byggingu íbúða í bæjarfélögum. Verst var ástandið í Kópavogi. Nú standa þúsundir íbúða auðar og eru í eigu fjármálafyrirtækja. Þetta þýðir í raun að íbúðir eru fyrir þessa aðila verðlausar. Ef þær eru settar á markað þá hrynur fasteignaverð og ásýnd bókhaldsins verður öllu verri.
Það má því segja að fjármálakerfið sé í nokkurri sjálfsheldu varðandi skuldavanda heimilanna. Ég tel að þetta sé ein ástæða þess að lyklafrumvarpið hafi ekki fengist samþykkt. Lyklafrumvarpið er góð lausn fyrir þá sem vilja byrja upp á nýtt með hreint borð. Þegar eigiðhlutfall er orðið neikvætt þá er þetta í raun eina raunhæfa lausnin fyrir heimilið.
Ég hef velt því fyrir mér hvers vegna sumir menn á Íslandi eru kallaðir sjálfstæðismenn á meðan aðrir menn eru bara kallaðir menn. Ég er t.d. ein þeirra sem vil bara vera maður en ekki einhverskonar annarskonar maður. Ég tel það vera mjög íþyngjandi að fá ekki að vera bara maður því að vera sjálfstæðismaður fylgja ýmsar kvaðir. Maður má helst ekki hafa sjálfstæða skoðun en það skítur skökku við það að kalla þessa tegund manna sjálfstæðismenn. Það er mjög frelsandi að vita til þess að menn eru ekki skikkaðir með lögum til þess að vera sjálfstæðismenn. Mönnum hefur þó gjarnan verið refsað fyrir óhollustu í þeim kima stjórnmálamenningar.
![]() |
Skuldamál heimila í biðstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2012 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)