Spjallið í samfélaginu

Ég var að lesa einhverja verstu bullgrein sem birst hefur í Fréttablaðinu fram að þessu. þar segir Þórður snær júlíusson:Við höfum afskrifað meira af skuldum heimila en nokkurt annað ríki.

Þórður færir ekki nokkur rök fyrir máli sínu t.d. með því að birta tölur sem styðja þessa fullyrðingu. það er margar fleiri fullyrðingar í þessari grein sem standast alls ekki skoðun.

Plútókratarnir sem settu þjóðarbúið á hausinn vilja gjarnan að við trúum því að hér sé allt í stakasta lagi eftir hrun. Menn rugla með hugtök eins og gagnrýni og neikvæðni. En þessi hugtök hafa gjörólíka merkingu. Hinir neikvæðu setja út á allt og eru almennt til leiðinda. Hinir gagnrýnu vilja hins vegar sjá rök og vilja opna og gagnsæa umræðu um vandamál samtíðarinnar og raunsæja skoðun á sögu og arfleifð.

Þöggun hefur aldrei leitt af sér gott og þjónar fremur forheimskun en framförum. Íslensk stjórnmál og íslenskir fjölmiðlar einkennast af innrætingu á meðvirkni. Í anda tvíhyggju er fólk flokkað og merkt og att gegn hvort öðru. 

Fyrir hrun leiddi einn flokkur ríkisstjórnina svo að segja sleitulaust í tuttugu ár. Þessi flokkur þróaði stjórnarfarið úr nýfrjálshyggju og yfir í hreint auðræði (plutocracy) í lok tíunda áratugarins. Öfgafull stefna, kæruleysi og trú á áróðurtæki skildi eftir sig sviðna jörð árið 2008. Forysta sjálfstæðisflokksins ræðst gjarnan á núverandi ríkisstjórn fyrir seinagang og fyrir að geta ekki leyst vandamál. Vandamálin eru þó þess eðlis að gríðarlega erfitt er að taka á þeim miðað við viðskilnað árið 2009. Gerræðislegt kapphlaup var um byggingu íbúða í bæjarfélögum. Verst var ástandið í Kópavogi. Nú standa þúsundir íbúða auðar og eru í eigu fjármálafyrirtækja. Þetta þýðir í raun að íbúðir eru fyrir þessa aðila verðlausar. Ef þær eru settar á markað þá hrynur fasteignaverð og ásýnd bókhaldsins verður öllu verri. 

Það má því segja að fjármálakerfið sé í nokkurri sjálfsheldu varðandi skuldavanda heimilanna. Ég tel að þetta sé ein ástæða þess að lyklafrumvarpið hafi ekki fengist samþykkt. Lyklafrumvarpið er góð lausn fyrir þá sem vilja byrja upp á nýtt með hreint borð. Þegar eigiðhlutfall er orðið neikvætt þá er þetta í raun eina raunhæfa lausnin fyrir heimilið. 

Ég hef velt því fyrir mér hvers vegna sumir menn á Íslandi eru kallaðir sjálfstæðismenn á meðan aðrir menn eru bara kallaðir menn. Ég er t.d. ein þeirra sem vil bara vera maður en ekki einhverskonar annarskonar maður. Ég tel það vera mjög íþyngjandi að fá ekki að vera bara maður því að vera sjálfstæðismaður fylgja ýmsar kvaðir. Maður má helst ekki hafa sjálfstæða skoðun en það skítur skökku við það að kalla þessa tegund manna sjálfstæðismenn. Það er mjög frelsandi að vita til þess að menn eru ekki skikkaðir með lögum til þess að vera sjálfstæðismenn. Mönnum hefur þó gjarnan verið refsað fyrir óhollustu í þeim kima stjórnmálamenningar.


mbl.is Skuldamál heimila í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill Jakobína Ingunn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2012 kl. 15:32

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Voðalega truflar þetta sjálfstæðis-orð þig. Hver einasti maður,getur verið sjálfstæður maður. Hverjir eru þeir seku sem kalla suma menn sjálfstæðismenn,meðan aðrir eru kallaðir bara menn.?Hver bannar þér að vera ,bara, maður,en ekki einhverskonar,annarskonar maður? Þér finnst íþyngjandi að fá ekki að vera,du,du,du, því að vera sjálfstæðismaður fylgja ýmsar kvaðir. Er manni ekki fjandans sama hvað stjórnmálaflokkar heita,þótt tengist t.d. (giska,eða ao.) lýsingarorðinu ,,sjálfstæður,,. Ég hef sjálfstæða skoðun,en finnst ég engin sérstök tegund manns,þótt aðhyllist Sjálfstæðisflokk. Þar er manni frjálst að gagnrýna án nokkurs eftir mála frá forystumönnum,teljandi mann neikvæðan. Mönnum er mjög tamt í daglegu tali að kalla gagnrýni neikvæðni. Hún er að því marki neikvæð að þú finnur að einhverju, að sama skapi er lof,jákvæðni. Umræðan getur svo leitt til skilnings gagnrýnanda og þolandans á tilteknu máli. Er ekki líklegt að stjórnarfarið í tuttugu ár hafi lánast bærilega hjá Sjálfstæðisflokknum,miðað við kosningasigur þeirra þennan tíma. Núverandi stjórnvöld treysta sér ekki að líkja eftir þeim,á eigin forsendum,öruggara er að hafa rangt við og falbjóða yfirríkjasambandi Evrópu, aðkomu að stjórn landsins,enda þar með fullnægingarþörf þeirra í stjórmálum fengin. Þvílík hamingja og allt Sjálfstæðispakkið,sem kaus þetta,fær makleg málagjöld. Hvað geta nýir flokkar,sem eiga að vinna traust kjósenda,sýnt til þess að þeim sé trúað',; rétta tíu fingur upp til guðs? Það var einusinni öruggt merki um orðheldni hjá ungdómnum. Jakóbína þú hefur verið harðorð undanfarið,það er þinn réttur,ég leyfi mér smá þjark núna um leið og ég egi góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2012 kl. 02:28

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir innlitið Helga. Pistlar mínir eru hreint ekki harðorðir heldur virka bara þannig í landi þöggunnar.

Ég hef oft nefnt sjálfstæðisflokkinn í skrifum mínum undanfarið en einnig fjallað nokkuð um aðra flokka og nokkurn veginn af fullkomri sanngirni. Sumir hafa áhyggjur af því að skrif um sjálfstæðisflokkinn fæli tegundina "sjálfstæðismenn".  Flestir sjálfstæðismenn sem ég þekki er skynsamt fólk en margir þeirra fara dálítið í flækju þegar Flokkurinn er gagnrýndur.

Það er trúlega sama heimskan þó sem hefur ráðið för þegar sjálfstæðisflokkurinn var kosinn aftur og aftur í tuttugu ár og sem ræður för núna þegar Bjarni Benediktsson er kosin formaður flokksins þrátt fyrir að hafa flækt sér í mál sem eru nú sakarmál og varða Milstone og fl. 

Þetta myndband er ágætur minnisvarði um þrælslund kjósenda

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.4.2012 kl. 05:16

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já sæl, ekki treysti ég mér reyndar í úttekt á skinsemi,gáfum, greind í stjórnmálum.Hef heldur engar sérstakar áhyggjur af Sjálfsstæðisflokki,miklu frekar Samfylkingu og Vinstri Grænum,eins og þau haga sér í valdastólum.Í því sambandi dettur mér í hug,að stjórnmálaflokkar,fái einskonar forgjöf ,,syndaaflausn,, huglægt þó, þannig að sjáum gegnum fingur við þá,vegna erfiðra tíma og þekkingaleysis á aðstæðum,sem þeir aldrei þekktu. Það kom fram hjá Gunnari Tómassyni,í Silfri Egils.að hagfræðingar Íslands hefðu ekki haft kunnáttu til að breyta rétt á ögur stundu,en flesti ykkar hafa nú heyrt það. Ég þori að fullyrða að meðlimum nýrra framboða,mæta erfið verkefni,komist þau í stjórn. Það er ekkert létt að stjórna kröfuhörðum kjósendum úr öllum áttum. Ég held að ég sé betur fallin til þess en þú,að greina hvers vegna Sjálfst.fl. var kosinn ár eftir ár. Ég man umræðurnar og var mikið nálægt flokksmönnum,var nokkurn vegin sama um pólitík þá. En nú er að byrja fréttir, bless.

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2012 kl. 18:34

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er enginn öfundsverður af því að taka við landsmálum og ég hræðist þá sem vilja leysa vandamálin á kostnað barna okkar og komandi kynslóða.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2012 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband