Flugeldasýning Þóru

Í pistli sem birtur var fyrir nokkru á Smugunni er bent á að þekkingin að baki framboði Þóru virðist fyrst og fremst vera þekking sem nýtist við að setja upp flottar flugeldasýningar en að það sé átakanlegt hversu lítið fer fyrir þekkingu sem myndi nýtast í forsetaembættinu. Holur hljómur er í notkun hugtaka en helstu kosningaloforðin ganga út á að sitja kaffisamsæti með ríkisstjórnum.k5774245.jpg

Framboði Þóru sem hún annað hvort hannar sjálf eða kaupir einhvern úr auglýsingabransa til þess að hanna skortir sérstöðu og sannfæringu. 

Þóra segist stolt af því að vera Íslendingur en ég á bágt með að trúa að aðrir frambjóðendur standi henni að baki í þeim efnum. Hún telur að forsetinn eigi að vera forseti allrar þjóðarinnar sem er auðvitað bara frasi enda gera lög ráð fyrir því forsetinn sé forseti allrar þjóðarinnar. Hún telur það einnig sér til kosta að vera kona, móðir og maki en þetta á við um marga frambjóðendur og skapar henni ekki sérstöðu. Þóru gengur illa að svara spurningunni hvers vegna mig frekar en hina. 

Heldur myndi ég vilja setja rakettu undir Herdísi og þeyta henni inn í forsetaembættið á hugsjónum hennar um mannréttindi og lýðræði.

Ég óttast að Íslandið sem Þóra vill sjá sé hundleiðinlegt. Það er hundleiðinlegt að þora ekki að segja hug sinn og það er hundleiðinlegt að þurfa að gera öllum við borðið til geðs af ótta við að vera misskilinn vitlaust. Þóra boðar leiðinlega Ísland þar sem allar stelpurnar eru þægar og góðar. Þegar gagnrýnisraddir þagna og þægðin verður viðvarandi í litlausri flatneskju leiðinda fer lýðræðið forgörðum í umræðu sem engan má trufla.

Þegar umræðan er gangrýnin og beitt hreyfir eitthvað við sálu okkar og við finnum fyrir innri breytingum sem hrífa okkur með straumum sem stefna í átt að auknum mannréttindum og lýðræði. 

 


mbl.is „Við sameinumst um Þóru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytti Ólafur einhverju?

Nafni minn Jakob Jónsson segir í ágætum pistli á visir.is:

En forsetaembættið virðist hafa breytt Ólafi Ragnari. Í kosningabaráttu hans hefur kveðið við tón, sem mér fellur illa. Hann talar um málskotsréttinn eins og eitthvert verkfæri forseta – sem málskotsrétturinn varla er. Hann talar um “utanríkisstefnu forsetaembættisins” í eins konar hálfkæringi til að andmæla fátæklegum málflutningi eins mótframbjóðandans. Þá segir Ólafur Ragnar hiklaust “við Dorrit” eins og Dorrit væri líka í framboði. Mælti einhver með henni í starf á Bessastöðum? Verður hennar nafn á kjörseðlinum? Mér þykir þetta undarleg Kennedysering á forsetaembættinu.

Ólafur Ragnar Grímsson tengist útrás og hruni órjúfanlegum böndum. Æskilegt er því að skipta um forseta. Fá á Bessastaði nýtt andlit og nýjan svip – svip, sem horfir til framtíðar og minnir okkur á að við verðum að læra okkar lexíu af útrásinni og hruninu. Það verður nefnilega að breyta forsetaembættinu – en þess er Ólafur Ragnar ekki megnugur. Hans tími er liðinn.bilde_jakob.jpg

Ég sé fyrir mér Herdísi Þorgeirsdóttur á Bessastöðum. Ég tel að hún geti breytt embætti forseta til hins betra og þannig talað til nýrra tíma. Herdís getur talað um mannréttindi, þannig að við finnum, að þau heyra okkur til, í okkar eigin landi. Herdís getur á sannfærandi hátt fullyrt að enginn fjármálajöfur eigi tilkall til okkar auðlinda og geti fótumtroðið okkar rétt sem íslendingar í eigin landi. Herdís getur talað um lýðræði þannig að við finnum öll, að því fylgir ábyrgð, sem okkur sem þjóð ber að axla.

Pistill Jakobs í heild sinni hér


mbl.is Ólafur Ragnar heldur forystunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband