2012-06-24
Nú vill Þóra fá svona ÞóruAra

Þóra á svona Þórudag, Þórutré og Þórudagskrá. Svo virðist vera sem aðrar skoðanir en Þóruskoðanir séu dylgjur og dónaskapur.
Nú virðist Þóra líka vilja eignast Ara Trausta og að hann verði svona ÞóruAri.
![]() |
Hvöttu Ara til að hætta við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2012-06-24
Hver borgar ballið?
athygli kjósenda frá því sem skiptir máli með því að trufla þá með
lýðskrumi og fluteldasýningum.
![]() |
Um 90 viðburðir á Þórudegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
2012-06-24
Herdís er ekki til sölu
Herdís hefur gefið út yfirlýsingu um að hún þyggi ekki framlög frá fyrirtækjum.
Forsenda lýðræðisins er að það eru einstaklingarnir í samfélaginu sem fara með kosningaréttinn. Þegar fyrirtæki með fjárframlögum og í gegn um fjölmiðla fara að reyna að ráðstafa forsetaembættinu þá er það aðför að lýðræðinu.
Herdís hefur skrifað um skoðanafrelsi sem er réttur einstaklinga til þess að fá heilsteyptar upplýsingar sem efla þá við að taka ákvarðanir sem styðja þeirra eigin hagsmuni.
Kosningaherferðir sem kosta tugi milljóna miða oft að því að leiða athygli kjósenda frá því sem skiptir máli með því að trufla þá með lýðskrumi og fluteldasýningum.
![]() |
Þingmaður vill opið bókhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2012-06-24
Þóra vill keyra á glingri á Bessastaði
Tengsl milli fjármálavalds og ríkisvalds var eitt af umfjöllunarefnum í rannsóknarskýrslu Alþingis. Fjölmargir stjórnmálamenn létu almannahagsmuni lönd og leið en létu glepjast af fjármunum sem bárust frá fyrirtækjum í kosningasjóði þeirra. Fyrirtækjum sem tókst að sölsa undir sig fjármálavaldi þjóðarinnar á örskömmum tíma. Ríkisstjórnin gaf sig á vald fjármálaöflunum og fór að keppast við að gera Ísland að gósenlandi auðhringa með því að bjóða ódýrt vinnuafl, ódýrar auðlindir og skattaívilnanir fyrir alþjóðafyrirtæki. Eftir meðferð íslenskra valdhafa hirða alþjóðleg fjármálafyrirtæki allt að 80% að virðisaukanum sem sóttur er í auðlindir Íslands.
Ég hef frá hruni fylgst með togstreitu myndast sem er afleiðing þess að eftir áratuga þöggun og þægð sprakk útrásarblaðran framan í almenning. Umræðan sem upphófst í kjölfarið var allt í senn, berskjölduð, kjánaleg, reið, heiðarleg, stjórnsöm, villandi og afhjúpandi.
Sumir frambjóðendur virðast ætla að höfða til glysgirni þjóðarinnar með auglýsingarherferðum sem kostaðar eru af aðilum sem ekki láta nafns síns getið. Boðið er upp á blöðrur, boli og húllum hæ.
Fjármagni er ausið í strætóauglýsingar, heilsíðuauglýsingar í dagblöðum, kosningaskrifstofur og uppákomur sem kostaðar eru af leyniaðilum eða eins og Þóra sagði: Okkur Svavari verða ekki gefnar upplýsingar um hverjir það eru sem gefa fé, einungis hver staða sjóðsins er hverju sinni hvort til séu peningar fyrir flugmiðum og kaffi. Augljóst er að Þóru hefur tekist vel til að fjármagna kosningasjóðinn frá huldufólki sem hún er ekki til búin að nefna. Ég sá reyndar ástæðu til þess að varpa fram þeirri spurningu hvort að Þóru þætti þá í lagi að ferðast með einkaþotum auðvaldsins ef hún væri með bundið fyrir augun. Fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar líkaði ekki þessi spurning og uppnefndi mig. Kallaði mig grófa og dónalega.
Kosningabarátta Þóru ber þess merki að mikil auglýsingahönnun er að baki henni en miklar mótsagnir í hugmyndafræði og frasar illa hugsaðir. Í auglýsingabæklingi Þóru er kynnt er til sögunnar kona sem ætlar að virkja þjóðarvitund Íslendinga en ég velti því fyrir mér hvort að Íslendingar séu að mati Þóru með ónýta þjóðarvitund og spyr einnig hvernig hún ætlar að blása lífi í þessa hálfdauðu vitund.
Í flestum ríkjum er talið að þjóðarvitund sé afrakstur aldalangrar reynslu þjóðar þar sem mikil öfl hafa komið við sögu.
Það segir því nokkuð um mikilfengleika Þóru Arnórsdóttur að hún skuli með grettistaki ætla að virkja þessa sérstöku vitund sem virðist eiginlega að mati Þóru vera ónýt á Íslandi.
En eins og fyrr segir þá er ég nokkuð áhugasöm um svona stórvirki og fór að kynna mér hvernig Þóra ætlar að gera þetta.
Þóra fjallar síðan um samskipti við stjórnmálaflokka, ríkisstjórnir og útlendinga. Í þessu samhengi virðist Þóra gera ráð fyrir að þjóðarvitundin verði "virkjuð" í samskiptum forsetans við aðrar valdastofnanir.
![]() |
Frambjóðendur opni bókhaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)