Unnið gegn hagsmunum almennings

Sjávarþorp eiga mikið undir því komið að ráðgjöf stofnana hafi ávallt hagsmuni almennings að leiðarljósi.

Sú saga hefur verið lífsseig að sérfræðingar á Hafró séu klíkuráðnir af Sjálfstæðisflokknum samkvæmt fyrirmælum LÍÚ.

Svona sögusagnir draga auðvitað úr trausti á viðkomandi stofnun og stjórnsýslunni almennt. Nýleg skýrsla um starfsemi Íbúðarlánasjóðs staðfestir spillingu í mannaráðningum við opinberar stofnanir og hvernig hlutverk stofnanna hefur verið hunsað í þágu annarlegra sjónarmiða. 

Ólafur Jónsson bendir á í samhengi við þessa frétt:

Staðreyndin er að þjóðin hefur tapað tugum milljarða í útflutningsverðmæti á að ekki var aukið við aflann fyrr og handfæraveiðar gefnar frjálsar. Norðmenn hafa núna rúllað upp mörkuðunum og þrefaldað útflutningsverðmæti bara í þorski síðan þeir juku aflann fyrir 2 árum. Við sitjum eftir of sein og með allt á hælunum vegna yfirgangs kvótahirðarinnar sem nú ætlar sér eignarhald í nýtingaréttinum sem má aldrei verða.  

Það er augljóst að ástandið í mörgum byggðarlögum á landsbyggðinni er bágborið og ber ekki vott um almenna velsæld enda hafa útgerðirnar stungið undan hagnaðinum af fiskveiðum með því að selja fisk til eigin fyrirtækja erlendis á undirverði og sogið þannig fjármuni úr byggðarlögunum og komið þeim fyrir erlendis.

LÍÚ hefur ásamt málpípum sínum reynt að reka fleyg á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis til þess að beina athyglinni frá höfuðandstæðingi landsbyggðarinnar sem er LÍÚ.

Landsmenn látið ekki LÍÚa að ykkur. 


mbl.is „Öfundsvert“ ástand fiskistofna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökskrípi arðránsins.

Hinn forheimskandi áróður LÍÚ virðist eiga sér lítil takmörk.

Bjarni Jónsson er einn þeirra sem trúir á hagkvæmni stórútgerðarinnar sem þó vælir sífellt yfir afkomu sinni. 

Bjarni Jónsson segir:

Við skulum reyndar bara taka dæmi af togaranum Páli Pálssyni, ÍS-102.  Jaðarkostnaður hans við að bæta einu tonni við 70 t afla sinn er miklu lægri en kostnaður smábátsins við að fiska 1 t. 

Hugtakið jaðarkostnaður er notað yfir útreikninga sem eru notaðir til þess að skoða hagkvæmni aukinnar framleiðslu. Breytilegur kostaður er eingöngu notaður við þessa útreikninga en horft fram hjá kostnaði sem framleiðsluaukning hefur ekki áhrif á. Það er því aldrei hægt að nota jaðarkostnað til þess að bera saman hagkvæmni tveggja fyrirtækja eða framleiðslueininga og sér í lagi þegar fjárfestingastrúktúr þessara framleiðslueininga er mjög ólíkur.

Ég benti Bjarna Jónssyni á þetta en hann svaraði mér:

 Það er ekki gott að henda reiður á flaumnum frá þér, sem ber allur vott um yfirgripsmikla vanþekkingu á málefninu, sem hér er til umræðu, sjávarútveginum, ásamt hugtökum, sem notuð eru til að bera saman hagkvæmni mismunandi aðferða.

Það vill svo til að ég hef skrifað Kand mag ritgerð við háskólann í Gautaborg þar sem rannsóknarefnið var kostnaðarútreikningar og var þetta hugtak á meðal þess sem þar var til umfjöllunar og er óhætt að fullyrða að ég sé sérfræðingur á þessu sviði. 

Rökvillur og reikningskúnstir eru útgerðinni til skammar og skýra kannski að hluta hvernig þessisjavarutvegur.jpg starfsemi hefur ratað í skuldafen þrátt fyrir að hafa einokunarrétt á sjávarmiðunum. Þegar þeim er bent á rökvillur svara þeir með skætingi og persónuárásum. Ég get ekki séð að fólki sem fer fram með vitstola umræðu sé treystandi fyrir þeim völdum sem fylgja því að ráða yfir atvinnuvegi í byggðarlögum landsins. 


mbl.is Hafa beðið um fund með forsetanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júlí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband