Unnið gegn hagsmunum almennings

Sjávarþorp eiga mikið undir því komið að ráðgjöf stofnana hafi ávallt hagsmuni almennings að leiðarljósi.

Sú saga hefur verið lífsseig að sérfræðingar á Hafró séu klíkuráðnir af Sjálfstæðisflokknum samkvæmt fyrirmælum LÍÚ.

Svona sögusagnir draga auðvitað úr trausti á viðkomandi stofnun og stjórnsýslunni almennt. Nýleg skýrsla um starfsemi Íbúðarlánasjóðs staðfestir spillingu í mannaráðningum við opinberar stofnanir og hvernig hlutverk stofnanna hefur verið hunsað í þágu annarlegra sjónarmiða. 

Ólafur Jónsson bendir á í samhengi við þessa frétt:

Staðreyndin er að þjóðin hefur tapað tugum milljarða í útflutningsverðmæti á að ekki var aukið við aflann fyrr og handfæraveiðar gefnar frjálsar. Norðmenn hafa núna rúllað upp mörkuðunum og þrefaldað útflutningsverðmæti bara í þorski síðan þeir juku aflann fyrir 2 árum. Við sitjum eftir of sein og með allt á hælunum vegna yfirgangs kvótahirðarinnar sem nú ætlar sér eignarhald í nýtingaréttinum sem má aldrei verða.  

Það er augljóst að ástandið í mörgum byggðarlögum á landsbyggðinni er bágborið og ber ekki vott um almenna velsæld enda hafa útgerðirnar stungið undan hagnaðinum af fiskveiðum með því að selja fisk til eigin fyrirtækja erlendis á undirverði og sogið þannig fjármuni úr byggðarlögunum og komið þeim fyrir erlendis.

LÍÚ hefur ásamt málpípum sínum reynt að reka fleyg á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis til þess að beina athyglinni frá höfuðandstæðingi landsbyggðarinnar sem er LÍÚ.

Landsmenn látið ekki LÍÚa að ykkur. 


mbl.is „Öfundsvert“ ástand fiskistofna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Einarsson

Sammála aftur,klíkan hefur greinilega góð ítök inn í hafró.

Þórður Einarsson, 5.7.2013 kl. 20:35

2 Smámynd: Snorri Hansson

Hvað græðum við á þessum endalausa atvinnurógi ?

Ef þú  veist um misferli kærðu það umsvifalaust.

Hættum að rægja niður þann atvinnuveg sem heldur okkur uppi.

Snorri Hansson, 5.7.2013 kl. 22:55

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Misferli og spilling er ekki sami hluturinn en það elur af sér óvandaða stjórnsýslu að klíkuráða fólk.

Umfjöllun um spillingu í samkrulli sjálfstæðisflokksins og LÍÚ kallast ekk rógu heldur umfjöllun og það er reyndar fyndið að reyna að þræta fyrir þessar staðreyndir þar sem það er opinbert að sjálfstæðisflokkurinn þyggur mútur af sjávarútvegsfyrirtæjum eins og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum eftir kosningar.

Þeir sem fara með einkarétt á veiðum hafa verið að koma fjármunum undan erlendis og það heitir ekki að halda okkur uppi. það er auðindin sem skapar viðurværi í landinu en ekki ræningjarnir sem gera allt til að rupla henni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.7.2013 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband